Jörð - 01.07.1944, Page 8

Jörð - 01.07.1944, Page 8
velja fyrir mig ritningarstaðinn. Hann gerði það — og nú bið ég yður að lilýða með athygli á hina óbrotnu útleggingu mína — með alhygli vegna þess, að það var hann en ekki ég, sem valdi textann. En nú kunna einhverjir yðar að liugsa sem svo: Já, en er þetta frambærilegur texti við svona tækifæri, hvernig sem hann kann að vera tilkominn ? í dag er einhver liinn allra stærsti bátíðardagur þjóðarinnar — dagur, sem gnæfir vfir aldir. Öll þjóðin er á sigurgöngu. I dag á hvergi að lieyrast annað en gleðihljómur og lofsöngur! — En livar er gleðin í orðum textans, sem lesinn var áðan? Hvar lofsöng- urinn? Vér heyrðum ekki annað en áhyggjusamleg orð, bendingar urn giftuleysi liðins tíma og svo áminningar. „Gerum játningu framini fyrir Guði“! — Er dagurinn í dag rétti tíminn, til þess að sitja fyrir rétti? Spurningar svijiaðar þessum flugu mér lika í hug, þegar hin alvöruþungu ritningarorð bar fyrst fyrir augu mín. Eg var í vafa um, hvort það væri viðeigandi að fara að bregða upp skuggamyndum úr lífi þjóðarinnar á liðnum ölduin, nú, þegar hinn langþráði frelsisdagur væri runn- inn — vafa um livort viðeigandi væri, að fara nú að tala unx þær misgerðir, sem forðum leiddu til þess, að þjóðin var ofurseld erlendu valdi. Ég tók að huga nánar að orðum textans, og þá vaktist athygli mín á því, sem ég' liafði ekki tekið eftir fyrr. Orðin fjalla ekki aðeins um það, sem liðið er. Þau ná líka lil tímans, sem er að líða. Því að þau hljóða svona: „Allt frá dögum feðra vorra og fram á þennan dag böfum vér verið í mikilli sekt.“ — Er bér ekki rannsóknar- efni, sem vér erum knúðir til að sinna? — Knúðir til að sinna vegna þess, hver sá er, sem valdi oss textann? Því ef þessum orðuni hinnar miklu bókar er nú beint til vor, ber oss þá ökki að rannsaka, liver hún er, „hin mikla sekt“, sem orðin benda til, og hvorl misgerðir vorar nú kunni að vera hinar sömu og þær, sem forðum ollu því, að þjóðin glataði sjálfstæði sínu. Því ef svo væri — væri þá mikil ástæða fyrir oss að fara nú að syngja sigur- söngva? A þá ekki betur við, að liafa yfir hin alvöruþungu 150 jörð

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.