Jörð - 01.07.1944, Síða 19

Jörð - 01.07.1944, Síða 19
])ýða smá og stór kvæði erlendra skálda, — já, þessi blá- fátæki afdalaklerkur sat í baðstofunni eða við hlóðirnar í reykjarsvælu á Bægisá og þýddi tvö höfuðskáldverk þýzkra og enskra hókmennta, samtals 1330 hlaðsíður þétt- letraðar og með tveimur vísnaröðum á hverri síðu, og eru þetta um það l)il 15—16 þúsund vísur og á annað lumdrað þúsund ljóðlínur. En það er annað, sem veldur því en hin mikla vinna, sem í þetla hefur verið lögð, að þarna er um að ræða eitt hið mikilvægasta verk islenzkra bók- mennta. Jóni fannst ekki svona efni hæfa hversdagsleikinn, og svo hóf liann leil að hragarhætti og málfari, sem þarna hæfði. Þetta fann hann í Eddukvæðunum — og síðan gullin orð á tungu almennings. Þessar þýðingar hans urðu svo slíkt al'hragð, að um tign máls og' forms gefa þær viða ekkert eftir sumu því bezta, sem Jónas Hallgrímsson hefur kveðið, og er það vafalaust, að þessi kvæði hafa haft meira gildi fyrir skáldþroska Jónasar en nokkuð annað, en Jónas varð siðan áhrifaríkastur allra manna um islenzka mál- fegrun — og er það enn í dag. Þelta um Jón Þorláksson fel- ur í sér þrjú mikilvæg atriði til skilnings á íslenzkri endur- reisn og til mótunar menningarstefnu okkar í framtíðinni: ^ fyrsta lagi sést af þessu, hve ótrúleg hókmenntahneigð og afhrigða skáldelja jafnvel hláfátækum Islendingum var í hlóð borin; í öðru lagi mikilvægi fornbókmenntanna fyr- ir íslenzka nýsköpun, og í þriðja lagi liin blessunarlegu áhrif erlendra menningarstrauma, þá er þeir eru notaðir lil þess að vökva hina aldagömlu gróðurmold islenzkrar menningar, en þeim ekki hleypt í holskeflum yfir landið. Jónas Hallgrímsson segir svo: Fríður foringi stýrir fræknu liði, þá fylgir sverði sigur; illu lieilli fer að orruslu sá, er ræður heimskum her. Mér virðist þessi orð Jónasar mega lieimfærast upp á har- altu Islendinga fyrir frelsi og sjálfstæði, andlegri og verk- jörð 161

x

Jörð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.