Jörð - 01.07.1944, Side 20

Jörð - 01.07.1944, Side 20
legri viðreisn. Þeir liinir fríðu foringjar, Eggert Ólafsson. Magnús Ste])hensen, Bjarni Thorarensen, Baldvin Einars- son, Fjölnismenn og Jón Sigurðsson hafa ekki stýrt heimsk- um lier. Þeir stýrðu þjóðliði þeirrar þjóðar, sem þrátt jt/rir su.lt og harðstjórn hafði varðveitt ot/ verið yljnð af stór- brotinni menningu, sem hafði og hefur sýnt sig til þessa að hafa í sér fólgna óendanlega möffuleika til endurnýj- unar. Án þess hefði hinum miklu snillingum og foringj- um ekki tekizt að vinna þau stórvirki, sem þeir unnu eða e. t. v. réttara sagt: Engir slikir snillingar og foringjar liefðu líklega komið hér fram og starfað liér að þjóðreisn, en einstaka framtakssamur gáfumaður farið til „heima- landsins“, Danmerkur, úr „hjálendunni“ og gerzt þar afreksmaður um listir, stjórnmál eða atvinnulegar fram- kvæmdir. Þá kem ég að því menningarlega og þjóðfélagslega fyr- irhrigði með okkur Islendingum, sem hefur orðið okkur til ósegjanlegs gagns og blessunar allt frá upphafi sögu okkar og fram á þessa öld, — því fyrirhrigði, sem gerði hámenningu okkar raunhæfari og alþýðlegri, en brá meiri blæ hugsjónablandins metnaðar yfir stjórnmál okkar og atvinnumál um langa liríð en ella hefði orðið. Það er samtvinnun veraldlegs og andlegs áliuga með flestum liin- um mestu og heztu mönnum þjóðarinnar. Egill orti og hann var trúmaður, en hann var lika afreksmaður í orrustum og á fésýslusviði. Iiallur Þórarinsson var fardrengur góður og kaupmaður, en um leið fræðimaður; Siglivatur Þórðarson skáld og stjórnmálamaður; Snorri Sturluson veraldarhöfð- ingi, skáld, frábær mannlýsandi og ritsnillingur með af- hrigðum; Loftur Guttormsson ríkastur veraldarhöfðingi og mest skáld sinnar samtiðar; Jón Arason kirkju- og ver- aldarhöfðingi og sérstætt skáld; Guðbrandur Þorláksson menningarfrömuður og böfðingi einna mestur um sina daga; Páll Vidalín, skáld, málfræðingur og! lagamaður með afhrigðum. Frá endurreisnartímabilinu nægir að benda á Eggert Ólafsson, Bjarna Thorarensen, Jónas Hallgríms- son og Baldvin Einarsson; frá siðari belming 19. aldar og 162 Jörð

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.