Jörð - 01.07.1944, Side 25

Jörð - 01.07.1944, Side 25
lenzkrar menningar, lýðveldisins Islands og Jóns Sigurðs- sonar forseta og ævinlegs þingmanns ísfirðinga, að svo skuli aldrei verða. Segjum: Fýrr skal hyrr um rjáfrin rjúka, rofin hrynja í tóftirnar, hrennd til ösku fjöllin fjúka og flæða yfir rústirnar! Verum góð við litlu börnin EKKI alls fyrir löngu gekk 12 ára telpa fram hjá glugga, er ég sat við, og togaði tæplega tveggja ára dreng á eftir sér. Ekki svo að skilja, að barnið streittist á móti, heldur gekk telpan svo greitt, að það átti fullt i fangi með að fylgja lienni. Hinsvegar leit telpan ekki við, nema þegar barnið hnaut, og þá til þess hclzt að hreyta einhverju i það, þó að óstórt væri. Hið litla barn gerði sitt bezta til að fylgjast með og yfirbragð þess var einhvernveginn þannig, að mér rann til rifja. Þrá þess eftir þýðu viðmóti og per- sónulegri athygli var svo skýrum stöfum uppmálað í andliti þess og fasi. Svo sterk var þessi þrá, að það var þess albúið. að henda á lofti hvern smáræðisvott, er hugsanlegt væri að leggja mætti þannig út, og gera sér mat úr því. Einu sinni datt barnið, en það var í taumum og telpan varði það falli og sveiflaði því óþolinmóð- lega og harkalega fram fyrir sig. Þetla tók blessað barnið sem alúð- legan leik og lét í ljós þakklátsamlega gleði. Ég kallaði til telpunn- ar og lét eins og ég tæki þetta á sama hátt og barnið og hældi henni fyrir og sagði henni, að með svona leik liefði hún sjálf mest gaman af að gæta barna. Þetta varð til þess, að hún tók til að sveifla því meir i taumunum og þó greinilega án þess, að hjartað væri með, en blessað litla barnið var himinlifandi. Ég segi frá þessu af því, að ég hef ósjaldan séð velbúnar ungar mæður á götum Reykjavikur auðsýna börnum sínum samskonar viðmót og þaðán af verra. Og þessir litlu vesalingar hafa snortið mig með hryggðarsvip sínum. Vér gætum þess ýms ekki sem skyldi, hvað vér erum að gera, þegar vér néitum þessum smælingjum um þann innileika, sem þeir þrá svo heitt. Vér gætum þess ekki, að vér erum að traðka á öspilltu hjarta og skemina mannsefni til fram- búðar. JÖRl) 167

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.