Jörð - 01.07.1944, Page 42

Jörð - 01.07.1944, Page 42
í GAMLA DAGÁ Jón Fr. Arason: Sjóferð 27. október 1914 Höfundur eftirfárandi frásagnar, Jón Fr. Arason í Hvannni i Dýra- firði, fór ungur til Danmerkur, á sjómannaskólann í Bog0. AS loknu prófi þar, fór hann í siglingar, en kom svo heim. Ilefur liann siðan verið skipstjóri á fiskiskipi, og gert skip sitt út sjálfur, lengst af „Huldu“, sem um getur i frásögn hans, en henni hafði hann tekið við nokkr- um dögum áður en þessi saga gerðisl. Jón Arason er vel þekktur um alla Vestfirði sem frábær afla- og dugnaðarmaður og traustur stólpi sinnar stéttar. Hefur hann orðið við beiðni JARÐAR um að senda henni frásögn um einhvern minnisstæðasta atburð úr lífi sínu. I. ÐFARANÓTT 27. okt. 1914 voru 6 mótorbátar á Haukadalsbót, en svo heitir bátalægið við Hauka- dal i Dýrafirði. Allir voru þeir með beittar lóðir, til- búnir í róður. Loftvogin stóð á 760 mm., en fallandi. Fiskur liafði verið tregur undanfarið, svo að hik var á mér að róa, því ég bugsaði mér að fara lengra lil itafs en áður. Meðan ég var að liugleiða þetta, fer minnsti báturinn af stað. Þá var varla viðunandi að hika lengur, svo að ég fer af stað kl. um 1 ásamt þeim 4 bátum, sem eftir voru. Þegar út úr firðinum kemur, fara liinir bátarnir vestur á við og leggja línuna grunnt út af Arnarfirði. Þótt farið væri að livessa suðveslan, þegar út fyrir kom, 184 jörð Jón Fr. Arason

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.