Jörð - 01.07.1944, Side 46

Jörð - 01.07.1944, Side 46
Björn O. Björnsson: ANDLEG VIÐHORF Hlustar þjóðin á raust Guðs? Þakkar hún? Ræða flutt í Ríkisútvarpið sunnudaginn 16. júlí 1944*) Texti: 29. sálmur Gamla Testamentisins. RAUST DROTTINS liljómar yfir vötnunum — Guð dýrðarinnar þrumar“ .... Hvenær skyldi raust lians, —. sem, eins og postul- inn sagði, er í öllu, vfir öllu og með öllum — liafa þrumað, ef ekki á tímum, þegar kaflaskifti eru í mannkynssögunni og þjóðirnar Iiafa slofnað til allsherjar styrjaldar — með- fram í miklu andvaraleysi um tilveru hans og raust —- af því að þær hafa ekki gelað komið sér saman um brúðurleg sjónarmið, sem bgggjast á trúnni á lxann sem Föður? Hve- nær skyldi raust Drottins „hljóma með krafti“, ef ekki ein- mitt nú, þessi árin, þegar hinar stóru háménningarþjóðir hafa ekki við að brjóta niður, hver fyrir annari, öll hin geysilegu vtri verðmæti, er þær hafa, undanfarin velgengn- istímabil, varið svo að segja öllum kröftum sínum til að tildra upp — án jjess að hugsa neitt um andlegt inniliald?! „Raust Drottins lætur eyðimörkina skjálfa.“ Það sagði nú sálmaskáldið liebreska. Það þóttist lieyra raust Drottins i náttúruviðburðum og stóratburðum sög- unuar. Slíks skoðunarháttar gætir ekki mikið nú á dög- um. —■ Aldrei fyrr í mannkynssögunni hefur jafnmildð verið lagl í átök heiftar og hamslcysis og j)essi síðustu ár. Aldrei hefur verið haft eins hált í heiminum og nú. Það er varla von, að þeir, sem sjálfir eru staddir innan uni sprengjudrunurnar, geti greint rödd hins guðlega í þeim hinum helvízka liávaða, jafnvel þó að hún þrumi. Heldur væri j)að, að j)jóð, er álengdar stæði, eins og vér íslend- * Einni grein er skotið hér inn í, fram yfir það, sem flutt var. 188 JÖRÐ

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.