Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 16
10
Jón Helgason:
Prestafélagsritiö-
ups — páfans, sem þá ekki heldur var talinn neitt
dygðaljós. En enginn þessara óánægjumanna hafði árætt
að kveða upp úr með andmæli gegn athæfi þessu, svo
viðurstjrggilegt sem það þó var í augum þeirra. Um þvert
og endilangt Þýzkaland var aðeins einn maður, sem
ekki þvoði hendur sínar og sagði: „Það kemur ekki mál
við mig!“ — aðeins einn maður, sem har svo mikla lotn-
ingu fyrir Guði og brann af svo mikilli vandlætingu
vegna hans og fagnaðarerindis sonar hans, að hann
lét alla umhugsun rnn þá áhættu, sem hann hakaði sér
með djarfmælum sínum, þoka fyrir rödd samvizkunnar,
er hún bauð honum að kveða upp úr með það, sem hon-
um hjó i hrjósti. Þessi eini maður var háskólakennarinn
í Wittenberg, dolctor Marteinn Luther!
En vissi Marteinn Luther hvað hann var að gera og
hvaða afleiðingar þetta tiltæki hans gæti fengið bæði fyrir
sjálfan hann og kirkjuna, sem hann unni hugástum?
Því má svara bæði játandi og neitandi.
Hér var sizt um neitt vanhugsað fordildarflan að
ræða af hálfu Lúthers. Vafalaust hefir hann verið búinn
að hugsa málið vandlega áður en hann hófst handa.
Vafalaust hefir mikil og þung innri barátta vei'ið gengin
á undan. Honum gat ekki dulist, að með framkomu eins
og þeirri, sem liér var afráðin, var stigið spor, sem gal
fengið hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir sjálfan hann
persónulega og ekki síður fyrir háskólann, sem hann
starfaði við sem prófessor. En það var samvizka hans,
sem ekki lét liann í friði og sagði honum, að hann mætti
ekki þegja við annari eins óhæfu og þeirri, sem hér
væri verið að vinna og það jafnvel i Guðs nafni og með
fullu samþykki þeirra, sem forystu höfðu á hendi inn-
an kristninnar. Hann hefir vafalaust verið búinn ræki-
lega að leggja niður fyrir sér livað liann ætti á hættu
með þessu, og þá meðal annars það, að verða að standa
einn uppi i baráttunni, ef til baráttu leiddi, af þvi að
enginn hefði djörfung til að standa við hlið hans og