Prestafélagsritið - 01.01.1934, Side 180
174
Kirkjufundur 1934.
Prestafélagsritið.
Morguninn eftir hófst fundurinn aftur í húsi K. F. U. M. Fyrst
var sunginn sálmur. Því næst héldu áfram umræöur. Ásmund-
ur Guðmundsson tók fyrstur til máls og talaði um nauðsyn þess,
að stofnaðir yrðu kristilegir lesflokkar í söfnuðum landsins und-
ir handleiðslu presta eða annara áhugamanna. Skýrði hann frá
starfsemi slíkra lesflokka erlendis, hvernig þeir tækju til lesturs
inerk rit og mikilsvarðandi og ræddu svo efni þeirra sameig-
inlega með leiðsögu formanns. Væri starf lesflokkanna víða til
andlegrar menningar og þjóðþrifa, svo að þeim væri sífelt meiri
og meiri gaumur gefinn.
Þá tók til máls Valdimar Snævarr skólastjóri. Talaði hann
um hugsjón og starfsemi kirkjunnar í nútíð og framtíð. Lagði
hann ríka áherzlu á nauðsyn aukinnar fræðslustarfsemi innan
kirkjunnar, bæði unglingafræðslu og almennrar safnaðar-
fræðslu. Skýrði hann frá eigin reynslu í þeim efnum. Lýsti hann
einnig nauðsyn þess, að stofnaður yrði kristilegur lýðskóli á
Þingvöllum (samkvæmt tillögu séra Eiríks Albertssonar) áður
en langir timar liðu.
Þá flulti Gísli sýslumaður Sveinsson eftirfarandi tillögur,
sem samþyktar voru í einu hljóði:
„Kirkjufundur haldinn á Þingvöllum og i Reykjavík 3. og 4.
júlí 1934 ályktar að kjósa 7 manna nefnd, sem starfi í samráði
við stjórn Prestafélags íslands:
1) að undirbúningi almennra kirkjufunda í landsnu, sem haldn-
ir verði sem framhald þessa fundar, helzt eigi sjaldnar en 3ja
hvert ár íramvegis, með þátttöku kennimanna og leikmanna úr
öllum héruðum landsins, og
2) að skip'ilagningu safnaðarfélaga, sem stofnuð yrðu meðal
áhugamanna í hverri sókn með aðstoð sóknarnefnda og safnaðar-
fulltrúa, til þess að vinna að uppbyggingarmálum í söfnuðun-
um, en félög þessi myndi síðan með sér landsamband“.
1 nefndina voru kosnir:
Séra Ásmundur Guðmundsson prófessor, Reykjavík;
Gísli Sveinsson sýslumaður, Vík;
séra Friðrik Rafnar, Akureyri;
Ólafur Björnsson kirkjuráðsmaður, Akranesi;
cand. theol. Sigurbjörn Á. Gíslason, Reykjavík;
séra Sigurgeir Sigurðsson prófastur, ísafirði;
Valdimar Snævarr skólastjóri, Norðfirði.
Kl. 3 komu fundarmenn aftur saman til kaffidrykkju. Voru
margar ræður fluttar að skilnaði og virtust allir einhuga um það,
að næsti kirkjufundur yrði ekki haldinn síðar en að ári.