Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 125
Prestafélagsritið.
Kagawa.
119
blöskraði honum ósiðleiki skólabræðra sinna. Sjálfur
hefir hann sagt, að alt líf sitt sé kraftaverk, og einnig
það, að hann skyldi yfirleitt fæðast í þennan heim. En
ekki hvað sízt á það við um það, að hann skyldi fæðast
af foreldrum sínum, lauslætisdrós og siðspiltum heims-
manni, slíkur sem hann er. Hann gat ekki þolað neitt
siðspilt eða óhreint. Hann varð því brátt athlægi skóla-
félaga sinna. Honum varð því lifið byrði og kvöl.
Um þetta leyti kyntist hann kristindóminum. Kristn-
ir trúboðar störfuðu meðal stúdentanna. Margir þeirra
leituðu til trúboðanna, og fundu þar ánægjulegt heim-
ili og hreina gleði, sem þá vantaði marga, ókunnuga i
stórborg fjarri ættingjum og vinum. Einnig hneigðust
ýmsir að boðskap trúboðanna. Meðal þeirra var Kagawa.
Fjallræðan hafði sjerstaklega djúp áhrif á hann. Upp
frá því var hann eins og nýr maður. En það, sem liann
þráði mest, var að lifa samkvæmt þessari kenningu.
Hann las um stúdent i Oxford, sem hafði helgað lif sitt
fátækrahverfi borgar sinnar. Hann ákvað að gera slíkt
hið sama. Hann, auðmannssonurinn, þráði að fórna öll-
um eigum sínum, og lifa meðal hinna aumustu fátækl-
inga, til að bjarga þeim frá ómannsæmilegum lífsskil-
yrðum. Honum veittist einnig sú ósk. Ættingjar hans
urðu sárgramir út af trúskiftum hans og þessari á-
kvörðun hans, og ráku hann burt af heimili sínu. Hann
átti nú ekkert nema fötin, sem hann stóð í. Upp frá því
hefur fátæktin verið tryggur förunautur hans.
Árið 1905 innritaðist hann í prestaskóla öldungakirkj-
unnar í Tokio, höfuðborg Japans. Hann vakti strax
undrun samstúdenta sinna fyrir lestrarfýkn sina,
og það hverskonar bækur hann las: frægustu rit heims-
bókmentanna á sviði heimspeki, líffræði og trúar-
bragðasögu. Á tveim árum, sem hann dvaldi við skól-
ann, las hann að heita mátti hverja merkilega bók í
bókasafninu og kom oft sumum kennara sinna í bobba,
því að hann hafði lesið meira i sumum greinum en