Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 142
136
Guðrún Lárusdóttir:
Prestafélagsrilið.
fjögra veggja heimilisins. Þar dvaldi hún. Þar starfaði
hún. Þar beið hún þeirrar stundar, að unnustinn kæmi
og leiddi hana inn á hennar eigið heimili, ef það átti
fyrir henni að liggja að giftast. Og á heimilinu sinu
hagnýtti hún sér undirbúning og fræðsluna úr foreldra-
húsunum.
En Emmu Róbarts, stofnanda Kristilegs félags ungra
kvenna, sem allajafnan er skammstafað K. F. U. K.,
langaði til að líta ofurlítið út fyrir túngarðinn hjá sér.
Hún vildi kynnast fleiri hliðum á lífinu en þeirri, sem
einungis vissi að búri og eldhúsi. Hana langaði til að
starfa, og sú löngun kom henni til að líta i kringum
sig og gæta að, hvar liún gæti gjört eitthvað til gagns.
Og verkefnin voru viða.
Hún kom auga á sjúklingana. Margir þeirra fóru ým-
islegs á mis. Þeim gat hún komið til hjálpar með mörgu
móti. Hún sá börnin, mörg voru vanrækt og vanhirt.
Hún kom á fót smáskólum fyrir fátæk börn. En sér-
staklega beindist athygli hennar að ungum stúlkum,
hún fann sterka hvöt hjá sér til að liðsinna þeim og
hjálpa. Hún komst að raun um, að mikill hluti ungra
stúlkna var illa að sér og umhirðulaus, hana langaði til
að ráða einhverja bót á því.
Það var óbifanleg sannfæring Emmu Róbarts, að ein-
læg trú á Guð og Drottin Jesúm, væri hinn eini sanni
grundvöllur gæfunnar, og því aðeins gætu ungar stúlk-
ur orðið nýtar konur, til „gagns fyrir Guð og föðurland-
ið“, eins og liún komst sjálf að orði, að þær öðluðust
slíka trú; hún var sjálf áhugasöm kristin stúlka.
Árið 1855 hóf hún aðalstarf sitt. Þá voru stigin allra
fyrstu spor Kristilegs félags ungra kvenna.
Ungfrú Róbarts kvaddi þá á fund sinn fáeinar stall-
systur sínar, sem hún vissi að voru henni samhentar í
því, sem liún taldi aðalatriðið i þessu máli, og spurði
þær, hvort þær vildu styðja sig með fyrirbæn.
Um 20 ungar stúlkur hétu henni því, og rituðu þær