Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 21
Prestaféiagsritio. Samvizkuhet.jan. 15
gelisk, en þar sem Ivonstansarfundurinn hefði dæmt
Húss villumann, þá sýndi það og sannaði, að ekki einu-
sinni kirkjufundir yrðu óskeikulir taldir. Yfir slíku tali
mátti Eck vissulega „rífa klæði“ sín, svo óheyrða stað-
hæfingu sem hér var um að ræða af hálfu Lúthers.
Það mun mega telja meginárangur Leipzigar-fundar-
ins, að upp frá þvi er Lútlier vitandi vits ósveiganlegur
andstæðingur páfakirkjunnar, þótt enn hefði hann ekki
sagt sig úr lögum við liana. Því að óskeikunin var vit-
anlega meginhyrningarsteinn páfaveldisins.
En úr þessu gat það ekki dulizt Lúther, að hann
stóð ekki lengur einn í stríðinu. Nær því öll hin þýzka
hjóð var þess alhúin að fylkja sér um þennan djarf-
huga son sinn. Hún liugðist nú sjá þar sem hann var
andlega foringjann, sem hún lengi hafði þráð.
Af öllu þessu ætti mönnum að vera það ljóst, að Lúther
atti í slröngu að slríða þessi tvö ár 1518 og 1519. Margur
Qiaðurinn liefði vafalítið látið undan síga, þótt verið
hefði minni mótstöðu að mæta. En ekkert var fjær liuga
Lúthers. Og einmitt á þessum árum vinst honum tími,
Jafnframt því sem hann hefir emhætti að rækja hæði í
háskóla og kirkju, til að semja og senda frá sér livert rit-
öðru merkilegra, þar sem liann gerir enn nánari grein
skoðana sinna og verður með hverju nýju riti sínu enn
þungorðari í garð páfastólsins. Það var engu líkara en
uÖ liér yxi orkan við hverja þraut, að risamenskan
djarfræðið færi með degi hverjum vaxandi í stað
lJess að minka. Penninn var í liendi lians hverju sverði
keittari, og rit lians þrungin af skarpleika lærdómsins
°§ afbrigða-rökfimi. Og altaf var hann að prédika i
kirkju sinni og allir vildu lilusta á hann. Mælsku-snildin
vur svo frámunaleg, að slíks vissu menn engin dæmi fyr
Uieð Þjóðverjum. Prédikanirnar voru svo jafnharðan
t*rentaðar og þeim dreift út um landið í þúsundum eintaka.
|Juð má með sanni segja um Lúther, að tungan, penn-
11111 og prentsvertan væru þau vopnin, sem honum var