Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 58
52
Stanley Jones:
Prestaféíagsritíð.
tak, sem er á þessa leið: „Sá, sem fæddur er í eldinum,
mun ekki fölna í sólarhitanum“. Ef Guð því lætur oss
fæðast í eldi erfiðleika og rauna, þá er hann aðeins að
tryrggja það, að vér fölnum ekki í sólarhita minni erfið-
leika, sem mannlífinu fylgja.
Árum saman ritaði ég athugagreinar í Nýja-testa-
mentið mitt, í von um það, að ég gæti samið bók úr
þeim. Einhvern dag var Nýja-testamentinu stolið, og
þetta verk mitt árum saman virtist unnið fyrir gíg. Hvi-
líkt hugarangur mundi fylgja því, að fara nú aftur að
skrifa nýjar athugagreinar. En ég varð að gjöra það, og
nú sé ég, að það var hið bezta, sem fyrir mig gat komið.
Ég þurfti að hugsa alt aftur á ný. Hefðu athugagrein-
arnar, sem ég hafði safnað árum saman, verið á stóru
spássíunum, þá hefði ég lesið þær, en nú var ég neydd-
ur til að hugsa upp nýjar. Og það g'jörði ég. Nýja-testa-
mentið mitt og ég auðguðumst á því, að ég skyldi missa
gömlu athugagreinarnar. Guð tekur aldrei neitt svo úr
höndum vorum, að hann setji ekki eitthvað betra í
staðinn.
Ég er þessvegna sannfærður um það, að „hvert mið-
nætti her blómhnapp morgunsins". Eða eins og Klemens
frá Alexandriu orðaði það: „Kristur hefir látið öll sól-
setur vor verða að afturelding“. Vér eigum því, þegar
niðdimma er alt um kring, að likjast næturfuglunum,
sem syngja að næturlagi um morgunsárið. Vér syngj-
um um morgunbjarmann, af því að vér eigum hann í
sál. Kristur er morgunbjarmi vor.
Þegar lærisveinar Jesú voru á fjallinu, skygði ský yfir
þá, „og urðu þeir hræddir, er þeir komu inn í skýið“. En
rödd mælti úr skýinu: „Þessi er minn útvaldi sonur,
lilýðið á hann“. Og þeir litu upp og sáu engan nema Jesú
einan. Þetta ský hafði skírt sjón þeirra. Á undan komu
þess höfðu þeir verið ámóta hugfangnir af Móse, Elía og
Jesú. En eftir að það var liðið yfir, fylti Jesús einn hug-
arheim þeirra. Þegar skýin koma yfir sálir vorar, verðum