Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 65
Prestaféiagsritíð. Um Oxfordlireyfinfíuna nýju.
59
deilu við, og það með réttu, að hann hugði. En nú er
það ekki lengur aðalatriðið, hvorir hafi á réttu að
standa, heldur hitt, að bægja burt öllu því, sem hindr-
ar blessun andlega lífsins, og hann skrifar hverjum
nefndarmanni um sig og biður fyrirgefningar.
Síðan liðu nokkur ár. Hann var meðal annars prestur
stúdenta við stóran háskóla. Andinn í háskólanum var
þannig, að ekki blés byrlega fyrir þeim, sem ætlaði að
boða þar fagnaðarerindið. Þar ríkti efnishjrggja og vís-
indaoflæti, léttúð og lítilsvirðing á trúnni.
Hvernig átti einn maður að vinna gegn allri þeirri
niótspymu.
í Vesturheimi og víða annarsstaðar hefði það orðið
algengast, að reyna að vekja áhuga ungu mannanna á
rökræðum um trúmál og á því að sækja skemtisamkom-
ur á kvöldin, þar sem eitthvað yrði til að minna þá á
kristindóminn. Með því móti mætti ef til vill takast að
verða vinsæll stúdentaprestur. En nýi presturinn, sem
hafði lifað stundina dýrlegu í kirkjunni á Kumbara-
landi, hóf starf sitt á alt annan hátt. Hann sá, að hann
niundi engu fá til vegar komið hjá stúdentahópnum, ef
hann ætti að fara að semja stefnuskrá og skipuleggja.
Hann fór þveröfugt að við það og tefldi á tæpara vað
en nokkurum hefði til hugar komið, sem þekkir stúd-
entalífið nú á dögum.
Hann byrjaði á því að kynnast stúdenti og stúdenti
persónulega. Hann valdi sér þá, sem hann vissi, að
myndu verða mestir áhrifamenn til eflingar kristindómi
í háskólanum, ef þeir jrrðu snortnir af honum.
Hann sagði þeim frá þvi alveg blátt áfram, er hann
hafði sjálfur reynt, og hvernig nútímamaður viljalaus
°g hálfur gæti orðið nýr maður, einbeittur og sæll. Ef til
vill nutu persónuleg áhrif hans sín bezt, þegar hann
iór að lesa Biblíuna með þeim, sem óskuðu þess af fús-
nm vilja. Það fór að gjörast kraftaverk við nýtízku há-
skóla. Stúdentarnir þyrptust að biblíulestrinum og