Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 45
Prestafélagsritið.
Kristur og mótlætið.
39
og endar á því, að þegar menn leiddu yfir hann þján-
ingu krossins, þá gjörði hann það að dýrlegasta vitnis-
burðinum um kærleika Guðs til mannanna.
Og í næsta kaflanum er sýnt með dæmum úr Postula-
sögunni, hvernig andi Jesú styrkti postula hans, svo að
þeir tóku þjáningum og ofsóknum á sama hátt og hann,
og létu þær verða sér tilefni til þess, að boða öðrum
hjálpræði Guðs.
Næst segir höf. frá nokkrum dæmum þess, hvernig
lærisveinar Krists nú á dögum hafi látið mótlætið verða
til þess, að leiða blessun jdir sjálfa sig og aðra. — í einni
ofsókn í Kína var kristiboði myrtur og kona hans og
þrjú börn þeirra. En 4 börnin komust undan. Þau komu
sér saman um að „hefna sín“ á þann hátt, að þau fóru
heim til ættlands síns og mentuðust eins vel og þau gátu,
og sneru svo aftur til Kína og vörðu lífi sínu til að vinna
gagn þjóð þeirra manna, sem höfðu myrt foreldra þeirra
og systkin. — í sömu ofsókninni voru líka myrtar tvær
systur. Þegar fregnin um það barst til móður þeirra,
sem var ekkja, 62 ára að aldri, seldi hún alt sem hún
átti og fór þangað, sem dætur hennar höfðu látið lifið.
Hún lærði kínversku og setti á stofn skóla, og varði þeim
20 árum, sem hún átti eftir ólifað til þess að vinna gagn
þeirri þjóð„ sem hafði tekið frá henni dætur hennar. —
í borginni Rangoon í Indlandi var gáfuð og fjörmikil
Norðurálfustúlka, sem var kennari við skóla þar. Lífið
brosti við henni. En þá bar henni sárt mótlæti að hönd-
um. Hún veiktist og það kom í Ijós að það var holds-
veiki, sem að henni gekk. Hún leitaði sér lækningar, og
eftir nokkurn tíma kom hún aftur og var talin heilbrigð,
°g hún héll áfram kenslustarfi sínu. En eftir nokkum
bma, kom veikin aftur fram í henni. Þetta voru henni sár-
ari vonbrigði en orð fá lýst. En hún lét ekki bugast. Hún
bað Guð innilega um styrk í þeirri baráttu, sem hún átti