Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 129
Prestafélagsritið.
Kagawa.
123
húsnæðið af öðru. Hann kom upp sjúkrahúsi og hæli
fyrir fatlað fólk. En sjálfur hélt hann áfram að búa
í kofa sínum í 14 ár og 8 mánuði.
Af þessum nánu kynnum sinum fékk hann djúpa
þekkingu á kjörum og sálarlífi fátæklinganna. Á þeim
grundvelli bygði hann viðreisnarstarf sitt. I bókarformi
kjmti hann alþjóð kjör hinna bágstöddu. Hann reyndist
hinn færasti rithöfundur. Skáldsögur hans voru mjög
víðlesnar. Frásaga hans um baráttuna í fátækrahverf-
inu seldist á ótrúlega skömmum tíma í 250.000 eintökum.
í „Sálarfræði fátæktarinnar“ rakti hann orsakir fátækt-
arinnar, og leiðir til lækningar hennar
Reynsla Kagawa i fátækrahverfinu Shinkawa og
rannsókn hans á orsökum fátæktarinnar leiddu hann
að þeirri niðurstöðu, að ástandið í fátækrahverfunum
væri að kenna ytri aðstæðum fólksins þar. Rætur þess
fann hann í atvinnuhögum þess. Vélaiðnaður hafði gert
fólkið að þrælum, og verksmiðjurekendur hugsuðu um
það eitt, að fá sem mesta vinnu fyrir sem lægst verð.
Vinnutíminn var langur, en kaupið lágt.
Hann fann það, að dánartala barna stóð í beinu hlut-
falli við kaup foreldra þeirra. Þar, sem tekjurnar voru
rýrar, var dánartalan há, og öfugt. Orsakir berklanna
reyndust vera fæðuskortur. Drykkuskapurinn stafaði af
ofþreytu og basli. í kjölfar þessa alls sigldu svo siðferð-
islestir og fjárhættuspil. Hvorttveggja varð að atvinnu
til að draga fram lífið. Það eru mörg grátleg dæmi þess,
hvernig ungt fólk, sem orðið hafði fyrir góðum áhrif-
um frá Kagawa, var aftur lirifið úr höndum hans á
braut lastanna, sakir þvingandi örbirgðar.
Hann sá fram á, að ekkert gat bjargað þessu annað
en gagnger breyting á kjörum verkamannanna. Og hann
ákvað að hefja frelsisbaráttu fyrir þeirra hönd. Verka-
menn Japans voru þá að vakna til sjálfsmeðvitundar,
en þá vantaði foringja. Kagawa var sjálfkjörinn. Hann
hafði þekkingu og skilning á kjörum þeirra, viðtæka