Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 88
82
Bjarni Jónsson:
Prestafélagsritiö.
gólfið. Var hann þá til altaris. Sagði liann sjálfur á eftir,
að þetta væri hin yndislegasta altarisgöngustund, sem
hann hefði átl á æfi sinni. Þegar lionum var hjálpað út
úr kirkjunni stóð allur söfnuðurinn upp. Tárin glitruðu
í augum fólksins. Vilhelm Beck sneri sér við í dyrunum
og sagði: „Verið trú alt til dauðans, og þá eignist þér
kórónu lífsins“. Siðustu nóttina, er liann lifði, sagði hann
liátt og skýrt: „Farvel“, og litlu síðar: „Sjáið eng'lana.
Lyftið mér hærra, og englarnir munu fara burt með mig“.
Því næst beygði hann liöfuð sitt og sagði: „Drottinn
Jesús“. Það voru hans síðustu orð.
Jarðarför lians fór fram 7. okt. Skat Rördam Sjálands-
hiskup hélt ræðuna og höfðu þeir staðið á öndverðum
meið hvað ýmsar skoðanir snerti. En Skat Rördam fanst
ávalt mikið til Becks koma og langaði því til að tala yfir
honum. Hafði hann fyrir texta orðin, er sögð voru um
Pál postula: „Þessi er mitt úlvalið verkfæri til þess að
bera nafn mitt fram“.
1 ræðunni sagði biskupinn: „Voru engir gallar hjá Vil-
helm Beck? Jú. En þegar ég ætla að gæta að þeim, sé
ég liönd milli mín og hans, og ég sé, að það eru naglaför
i hendinni, og þá get ég ekki séð yfirsjónir Vilhelm
Becks“. Þá liugsuðu margir, sem viðstaddir voru og sögðu
frá því á eftir: „Á því augnabliki fundum vér, að kær-
leikurinn er sterkasta aflið á jörðu“.
Læt ég nú staðar numið, þó að margt mætti enn segja
um Vilhelm Beck. Hér er aðeins stiklað á hinu stærsta.
En ég vona, að menn sjái, að hér var sá þjónn, sem var
útvalið verkfæri til þess að hoða fagnaðarerindið með
þjóð sinni. Nafn hans og starf mun ekki gleymast.