Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 82
76
Bjarni Jónsson:
Prestafélagsritið.
fátt í kirkju hjá Beck, og starf hans var ekki bundið við
eina litla sókn. Öll Danmörk varð sókn lians, ferðaðist
hann fram og aftur um alt landið og prédikaði fagnaðar-
erindið. Þúsundir manna söfnuðust um ræðustól hans,
bæði í kirkju, í samkomuhúsum og úti í skógi.
13. sept. 1861 var haldin kristileg samkoma á stað, sem
heitir Stenlille, var Beck boðið þangað, og prédikaði hann
þar um fiskidrátt Péturs. Að lokinni þeirri guðsþjónustu
var stofnað kirkjufélagið fyrir innratrúboðsstarfið í Dan-
mörku, og er það starf því nú rúmlega 70 ára, og alla æfi
sína til dauðadags var Vilhelm Beck lífið og sálin i því
starfi.
Þegar faðir Becks dó varð Vilhelm Beck að flytja frá
Uby, og fékk prestakall á Austur-Jótlandi, i Örum.
Þegar hann kvaddi í Uby, tók fólk rúðumar úr kirkju-
gluggunum til þess að orðin gætu náð út til þeirra, því
að kirkjan var troðfull, og fjöldi fólks úti fyrir, og er til
Örum kom, voru þar eklci 5 eða 10 í kirkju, nei, alt troð-
fult, nú könnuðust menn við manninn. Hann pré-
dikaði um leið og hann heilsaði hinum nýja söfnuði,
og lýsti þegar í stað stefnuskránni, að það væru tvær leiðir,
leiðin til glötunar og leiðin til himins, en hann væri kom-
inn á þenna stað til þess að kalla menn til Guðs, því að
það væri vilji Guðs, að þeir allir tækju þann kost að fylgj"
ast að, verða samferða til himins.
Á þessum fyrsta degi urðu svo mikil áhrif af prédikun
hans, að það má segja, að alt væri fult af gleði og lof-
söng, og menn tóku að hungra og þyrsta eftir Guðs orði-
Beck taldi þessi ár hin gleðirikustu ár æfi sinnar. Sam-
komuhús voru bygð, og guðsþjónustur lialdnar þar og á
heimilunum, en alt var í kirkjulegum anda, því að Beck
var laus við allar sérkenningar, prédikaði Guðs orð sam-
kvæmt ritningunni, og vildi i öllu heill þeirrar kirkju, sem
liann þjónaði og elskaði.
Kona hans var skörungur hinn mesti, Nina Staffelt hét
hún, og er hún giftist hét hún auðvitað Nína Beck, og