Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 159
Prestaféiagsrítið. Um líknarstarfsemi í Danmörku
153
þar sem forstöðumaður hennar, séra Paul Miiller, pré-
dikaði.
Á fyrsta fundinum var rætt um: „Samvinnu milli stofn-
ana hinna kirkjulegu líknarstarfsemi og undirbúnings-
nám starfsmanna undir líknarstarfsemi“, og ræðumenn
voru séra Thorvald Madsen, forstöðumaður Diakonissu-
skólans í Árósum, og dr. theol. Alfred Th. Jörgensen.
Af ræðum þessum kom það í ljós, að það vantar til-
finnanlega starfsfólk til líknarstarfseminnar innan safn-
aðanna, því að það er ekki mentunin, sagði séra Thorvald
Madsen, sem gerir starfsmanninn að sönnum þjóni i vín-
garðinum, heldur lunderni hans og kærleiksþroski.
Dr. Jörgensen leit svo á, að óumflýjanlegt mundi verða
að setja á fót skóla, sem sérstaklega byggi menn undir
að verða meðhjálparar og starfsmenn við hina almennu
líknarstarfsemi, og fanst eðilegast, eins og nú stendur
á, að ríkið gerði það.
Um kvöldið var fundi haldið áfr; m á Diakonissustofn-
uninni á Friðriksbergi og var fundarefnið þá „Hjúkr-
un sjúkra innan safnaðanna eftir Socialreformen“.
Frummælendur voru stiptprófastur Fog Petersen í
Odense og dr. theol L. Kock forstöðumaður Diakonissu-
stofnunarinnar.
Hjúkrunarstafsemi trúaðra systra innan safnaðanna,
sagði stiptprófasturinn að hefði um undanfarin ár haft
mikil og blessunarrík áhrif, þótt einatt bæri lítið á henni.
Mætti kirkján ekki missa það starf úr höndum sér. Leit
hann svo á, að opinbera hjálparstarfsemin mundi aldrei
geta fullnægt innan safnaðanna, og var hann þess full-
viss, að sá dagur mundi aldrei koma, að ekki yrði
þörf fyrir það líknarstarf, sem un'nið er í nafni Jesú
Krists. — Og ræða dr. Iíocks staðfesti, að svo mundi
vera; því að hann sagði, að eftirspurnin eftir systr-
um frá „Diakonissestiftelsen“ væri engu minni nú eftir
að Social Reformlögin gengu í gildi en áður, til hjálpar
í söfnuðmium. Meira að segja, að af 23 beiðnum frá söfn-