Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 44
38
Friðrik Hallgrimsson:
Presíafélagsritið.
ur: „Hvor hefir syndgað, þessi maður eða foreldrar
hans, að hann skyldi fæðast blindur?“ Og hann svarar:
„Hvorki sjmdgaði hann né foreldrar hans“. Með því seg-
ir hann, að sjúkdómar þurfi ekki að vera refsing frá
Guði. — 1 annað sinn var honum sagt frá mönnum sem
Pílatus hafði líflátið, og hann sagði: „Haldið þér, að
þessir Galileumenn hafi verið meiri syndarar en allir
aðrir Galíleumenn, af því að þeir hafa orðið fyrir þessu?
Nei, segi ég yður. Eða þeir átján, sem turninn féll
yfir í Sílóam og varð að bana, haldið þér að þeir hafi
verið sekari en allir þeir menn, sem i Jerúsalem búa?
Nei, segi ég yður“. Með þessu mótmælir hann því, að
þjáningar af hendi manna eða slysum séu nokkur sönn-
un þess, að þeir sem fyrir þeim urðu, hafi verið öðrum
syndugri. — Og loks sýnir framkoma Jesús í sambandi
við líflát Jóhannesar skírara, að hann ætlast ekki til
þess, að góðir menn séu undanþegnir þjáningum.
Jesús gefur enga skýringu á mótlætinu. En hann kenn-
ir mönnum að taka því þannig, að það verði til bless-
unar. — Þegar hann var að segja lærisveinunum frá of-
sóknunum, sem biðu þeirra, segir hann við þá: „Þetta
mun verða yður tækifæri til vitnisburðar“. Og þannig
fór hann með það mótlæti, sem hann þurfti að þola. —
Hann fer út í óbygðir og verður fyrir freistingu. En hann
kom þaðan aftur „í krafti andans“ og fór að prédika.
— Farísearnir finna að því, að hann hafi samneyti við
tollheimtumenn og bersynduga, i þvi skyni að kasta
rýrð á manngildi hans. En hann notar það sem tækifæri
til að flytja boðskapinn um takmarkalausa elsku Guðs
til syndugra manna með líkingunum um týnda sauðinn-
týnda peninginn og glataða soninn. — Lögvitringur legg'
ur fyrir hann spurningu í því skyni, að rýra álit hans hja
þeim, sem við staddir voru. En hann lætur það verða
sér tækifæri til að flytja boðskapinn um bróðerni allra
manna með sögunni um miskunnsama Samverjann. -"
Mörg önnur dæmi bendir höf. á, úr jarðvistarlífi Jesú,