Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 91
Prestafélagsritiö.
Frá heimavistarskóla.
85
þeim kvöldbænirnar, bænirnar, sem mamma kendi mér,
þegar ég var ungur. Með sögunum og bænunum langar
mig til að stuðla að þvi, að bömin sofni róleg út frá hrein-
um og saklausum hugsunum, en ekki frá ólátum eða frá
sárri heimþrá, sem hættast er við að grípi barnið, þegar
það á að fara að sofa. Þessvegna sit ég hjá þeim þessar
kvöldstundir og reyni að ganga þeim í föður og móður
stað, að svo miklu leyti, sem mér er unt. Þessar sagna- og
bænastundir eru mér helgari en flest annað í skólastarf-
inu. Ekki einungis vegna þess, að ég trúi því, að ég með
þeim glæði ýmislegt gott hjá börnunum og vinni samúð
þeirra og ást, heldur einnig vegna þess, að ég sæki þang-
að traust og þrek við starf mitt, sem óneitanlega er stund-
um vandasamt.
Laugardagskvöldin eru frábrugðin öðrum kvöldum að
þvi leyti, að þá baða börnin sig. Á sunnudögum fá böm-
in auðvitað hvíld frá náminu. Þá er farið til messu, þegar
messað er. Að öðrum kosti blýða þau á húslestur heima
eða á messu í útvarpinu. Þegar gott er færi og veður,
förum við stundum gönguferðir. Á sunnudagskvöldum
sýna bömin stundum smá leikrit, sem þau hafa æft, og
fara svo í ýmsa leiki og dansa. Eina barnasamkomu höf-
um við haldið á hverjum vetri nú undanfarið, og hefi ég
boðið þangað öllum börnum úr skólahéraðinu. Skóla-
bömin hafa mest skemt á þessum samkomum og hafa
sýnt mikinn áhuga og' dugnað við að undirbúa þær, enda
hafa samkomudagarnir orðið þeim og gestunum sannir
hátíðisdagar.