Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 187
Prestafélagsritið.
Skipulagsskrá.
181
ar hendur og kýs eða lætur kjósa 3ja raanna stjórn fyrir stofn-
unina, þannig: Sjálf kýs nefndin — e'ða prestastefna íslands, ef
engin slík nefnd er til — tvo menn í stjórnina og einn til vara,
en fær barnaverndarráð fslands til að kjósa einn mann og einn
varamann, og skulu þeir kosnir til þriggja ára í senn, en end-
urkjósa má þá, ef þeir vilja taka starfið að sér. Stjórn þessi
hefir öll yfirráð yfir stofnuninni, að því leyti, sem hún kýs
ekki að fela þau forstöðumanni stofnunarinnar. Stjórnin setur
starfsreglur fyrir stofnunina í samráði við forstöðumann henn-
ar. Skulu þær, eftir því, sem við á, vera sniðnar eftir reglum
þeim, sem Sesselja Sigmundsdóttir kann að hafa sett heimilinu
eftir sinn dag.
9. gr.
Stofnunin og jörðin, sem heimilið stendur á, skal framvegis
heita „Sólheimar“, þegar fengin er til þess heimild hjá Stjórn-
arráði íslands.
10. gr.
Verði stofnunin lögð niður, skulu skuldlausar eignir hennar
renna til uppeldis barna og unglinga á þann hátt, er þáverandi
stjórn hennar þykir bezt við eiga.
11. gr.
Skipulagsskrá þessari verður þvi að eins breytt, að Sesselja
Sigmundsdóttir og meiri hluti barnaheimilisnefndar verði ásátt
um það. En eftir það að Sesselja hefur látið af forstöðu, þá
þarf til breytinga afl atkvæða stjórnarnefndar stofnunarinnar
og samþykki prestastefnu.
12. gr.
Leita skal staðfestingar konungs á skipulagsskrá þessari.
P.t. Reykjavík, 2. nóvember 1933.
Sesselja H. Sigmundsdóttir.
Guffm. Einarsson.
Vitundarvotlar:
Sigm. Sveinsson.
Sveinbjörn Jónsson.