Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 83
Prestafélagsritið.
Vilhelm Beck.
77
minnist Beck oft á þá gjöf, er honum var gefin, er hann
eignaöist slíka konu. Hún stóð við hlið hans, hvetjandi
og hjálpandi, önnum kafin við að ala upp börnin, stjóma
heimilinu, taka á móti gestum, og styðja mann sinn í
hinu margbreytta starfi. Hún dró ekki úr starfi hans.
Vetrardag einn, er frost var og snjór, kom Beck frá
Örumkirkju, en hann átti seinna um daginn að fara til
Ginnerup, annexíunnar. Honum var sagt, að ófærðin væri
svo mikil, að ekki væru tiltök að komast, þvi að snjó-
skaflarnir væru 6 álna háir á mörgum stöðum. Beck
settist í liægindastól og lét fara vel um sig. Nina kom inn
og spurði: „Hversvegna situr þú hér? Þú sem átt að fara
til Ginnerup“. „Það er ómögulegt að koma vagninum á-
fram“, sagði Beck. „Þá er að leggja á hestana“, sagði
Nína. „Ég villist í myrkrinu og snjónum“. „Þá getur Níels
farið með þér“. Beck brosti og hélt áfram að lesa. Litlu
seinna kom Nína inn með ferðaföt hans, og sagði: „Nú
bíður Níels með hestana fyrir utan“. Vegalengdin var 7
kilómetrar. En þegar þeir komu til annexíunnar var margt
fólk þar fyrir, og þar áttu menn inndæla guðsþjónustu-
stund. Kaldir og þreyttir komu þeir seint um kvöldið
heim til örum. Beck segir í æfisögu sinni: „Ég þakkaði
Guði fyrir konu mína. Svona ættu allar prestskonur að
vera“.
Einu sinni prédikaði Beck af krafti miklum. Seinna
um daginn fóru þau hjónin á skemtigöngu. Beck sagði:
„Hvernig líkaði þér prédikun mín í dag?“ „Illa“, svar-
aði Nína. „Var ekki skýr sannleikur í henni?“ „Jú“. „En
hvað var þá að?“ „Það vantaði eitt“. „Hvað vantaði?“
„Það vantaði tár frelsarans, því að liann táraðist, er hann
með miklum krafti sagði mönnum sannleikann“. Beck
segir: „Þessu svari gleymi ég aldrei, og það hefir verið
til blessunar starfi mínu“.
Kona hans hafði mjög mikið að starfa, ekki sizt, er
þau fluttu til Sjálands, þar sem Beck varð prestur 1874,
varð prestur í Örslev, þar sem hann fæddist. Það voru