Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 107
Prestafélagsritið.
Kirkjan og vorir tímar.
101
leika til að stjóma sjálfum sér innan að frá, er heldur
engin von eða líkindi til þess, að nokkurt löggjafarvald
geti stjórnað þeim utan að frá.
Og ef hin vestræna menning á nú fyrir höndum að
falla í rústir, verður það aldrei fyrir skort á lögum eða
valdstjórn heldur fyrir skort á siðferðilegri sjálfs-
stjóm. — Það verður vegna þess, að þjóðirnar hafa tap-
að trúnni á hin andlegu verðmæti, á þær hugsjónir og
á þann Guð, sem gerir þær hæfar til að ráða örlögum
sínum farsællega til lykta.
Því að þegar vér erum búnir að nema í burtu alla
virðinguna fyrir hinu óendanlega og eilífa, þegar vér
erum hætt að trúa á það og þegar vor skammvinnu
jarðarlíf hætta að hrærast á bjargi aldanna, eftir eilíf-
um stefnumiðum, hvar erum vér þá stödd í skriðsandi
hverfulla atvika? Hvar eigum vér að uppskera sálarfrið
og hamingju? Hvert eigum vér að sækja styrkinn og
hvataaflið til ágætra hluta — ef vér trúum ekki á hina
æðstu hugsjón alls ágætis?
Eru það ekki eilífar trúarsýnir hugsjónanna, sem hafa
unnið kraftaverkin, knúð menn fram til starfs og dáða
og haft áhrif á menn til að skapa og umskapa sitt sam-
félag til meiri og meiri fullkomnunar?
Hugsunin er til alls fyrst. Og því meiri og fegurri
sem trúarhugsjón vor er, þeim mun meiri líkur eru til,
að þróast megi lönd og lýðir. Eldstólpinn í framvindu
aldanna hefir verið hin eilífa og óumræðilega hugsjón
guðdómsins, vorar beztu hvatir framlengdar í hið óend-
anlega, og þessi eldstólpi hefir farið á undan oss og
starfað i oss, sem hin eina fullnægjandi ástæða fyrir
baráttu vorri og tilveru. Mannlegt líf hefir sótt yfir-
mannlegan styrk til þeiirar trúar og þess öryggis, að geta
á þann hátt tengt tilveru sína eilífu og óendanlegu lífi,
og fundið mesta hamingju í því, að geta á þann hátt
skynjað hjartaslög lífsins i meiri fyllingu — ekki að-