Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 20
14
Jún Helgason:
Prestafélagsritið.
ann til að framselja Lúther á vald páfa. En það fór
sem fyrri daginn, að Friðrik vitri var til þess ófáanlegur.
Þá var sendur nýr maður út af örkinni til að fá deilu-
málin þýzku útkljáð á friðsamlegan liátt. Var til þess val-
inn einn af trúnaðarmönnum páfa, Karl frá Miltitz, sendi-
lierra (nuntius) páfa á Þýzkalandi. Hann fór vel að
Lúther og hugðist að fá því framgengt, sem hann vildi,
með blíðmælum og vinarhótum, jafnframt því sem hann
var Tetzel syndakvittana-mangara alt annað en blíður
og' gaf honum opinherlega sök á uppþoti því, sem komið
hefði upp með Þjóðverjum. Þeir liittust fyrst í Altenhurg
sendiherra og Lúther nokkuru eltir nýjár 1519, og seinna
aftur (í oklóher um haustið) sama ár tvívegis. A Miltitz
jafnvel að hafa gefið Lúther góðar vonir um mikinn
frama, um biskupsbagal og' eiula um kardínálahatt, ef
hann vildi liætta baráttu sinni. En Lúther vissi við hvern
hann átti og lét ekki bleklcjast af blíðmálum eða tylli-
boðum sendiherra. Þó lofaði Lúther þvi, að hann skyldi
hætta öllum ádeilum, ef mótslöðumenn iians gerðu slíkt
hið sama. En að kalla nokkuð aftur, kæmi ekki til mála.
Enn var þriðji maðurinn sendur út á inóti Lúther.
Það var Johann Eck, kennari við háskóla í Ingolstadt,
skarpleikamaður og hálærður, hinn djarfasli til sólcnar
og varnar. Þeir höfðu að vísu áður hitzt á ritvelli og
sagt livor öðrum til syndanna. Nú liittust þeir á mál-
lundi í Leipzig, er haldinn var fyrri hluta júlímánaðar
1519. Þreyttu þeir kappræður fjórtán daga í röð og var
mest rætt urn forystu páfa innan kirkjunnar. Upphal-
lega hafði Lúther ekki verið ófús á að viðurkenna
myndugleika páfa samkvæmt mannlegum rétti ein-
göngu, en ekki guðdómlegum, enda stæðu kirkjufundir
jdir páfanum. En hér hélt Lútlier því fram, sem hann
ekki hafði áður gert, að einnig kirkjufundum gæti og
hefði skjátlast. Eck liafði sem sé mint Lúther á, að liann
færi með Hússítavillu, en Lúther þá svarað, að kenning
Húss hefði í mörgum atriðum verið hákristileg og evan-