Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 121
Prestaféiagsritið. Fridtjof Nansen. 115
fáum komið í veg fyrir slikt. Hve óttaleg og auðmýkj-
andi játning!“
Leiðina út úr ógöngunum sá Nansen í sambúð og sam-
vinnu, sem grundvallast á gagnkvæmum skilningi.
„Framtíðin byggist ekki á vonleysi, vantrausti, hatri og
öfund. — Ekkert stórt eða gott verður afrekað i heim-
inum án samvinnu“. Slíkar eru meginkenningar hans,
og kjarna þeirra er að finna i þessum orðum hans: „Ég sé
enga bjargarvon fyrir mannkynið nema endurfæðing
náungakærleikans".
í þeirri trú og þeim anda vann Nansen sin miklu og
margþættu mannúðarverk. Af sömu ástæðum var hann
eindreginn stuðningsmaður og talsmaður Þjóðabanda-
lagsins; hann sá í hugsjónum þess og viðleitni einu leið-
ina út úr óskapnaðinum, leiðina i áttina til varanlegs
friðar. „Mér hrýs hugur við, að hugsa til þess, hvað fyr-
ir gæti komið, ef bandalagið næði ekki tilgangi sinum“,
ritar hann á einum stað. „Þær tilfinningar, sem efstar
eru á haugi, virðast vera hatur, eigingirni og tortrygni
milli stétta og þjóða. Heimsstríðið, sem átti að vera sið-
asta striðið — hvar eru öll faguryrðin? Sú er skoðun
mín, að þessi styrjöld hafi sýnt glöggvar heldur en
nokkrar þeirra, sem á undan eru gengnar, að stríð hafi
aldrei neitt gott í för með sér, ekki einu sinni fyrir sig-
urvegarana. Og þó eru til blektar mannverur, sem tala
um næsta strið — þó þeir hinir sömu ættu að vita, að
næsta stríð yrði tortíming Norðurálfu. Vér verðum að
gera alt í voru valdi til að efla Þjóðabandalagið og vinna
að stofnun Bandaríkja mannkynsins“.
Ekki lét Nansen heldur lenda við orðin tóm. Á örlaga-
ríkustu timunum i sögu Þjóðahandalagsins, þegar það
var nýstofnað og átti mjög í vök að verjast, barðist
hann djarflega fyrir því, að Norðmenn og aðrar hlut-
lausar þjóðir gengju í það. Honum var Ijóst, að án
þeirra gat ekkert verulegt bandalag myndast, þar sem
hlutverk þess var ekki sízt í því falið, að vernda smá-
8*