Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 114
108
Richard Beck:
Prestafélagsritið.
að diaga, en brýn þörf skjótrar úrlausnar, því að allur
þorri stríðsfanganna átti við neyðarkjör að búa.
Þá er ýmsra ráða hafði verið leitað, en árangurslaust,
tók Þjóðabandalagið nýstofnaða heimflutning fanganna
að sér og fól Nansen umsjá þess starfs sem aðalfull-
trúa sínum. Var honum í fyrstu óljúft að hverfa frá mikl-
um vísindalegum störfum óunnum, en rík mannást hans
og friðarhugur réðu úrslitum, og varð hann við þrá-
beiðni bandalagsins. Vissu forystumenn þess gjörla, að
ekki var völ á hæfari manni en honum til þessa ábyrgð-
armikla og erfiða starfs. Hann naut óskiftrar virðingai’
og tiltrúar heima fyrir og erlendis, sem greinilegast kom
fram í því, að England og Bandaríkin höfðu stuttu áður
kjörið hann að gjörðarmanni sín í milli. Alkunnugt var
einnig, að hann var eindreginn stuðningsmaður Þjóða-
bandalagsins og fasttrúaður á hugsjónir þess.
Nansen reyndist fyllilega starfinu vaxinn. Með stakri
fyrirhyggju og framkvæmdasemi tókst honum að koma
á samvinnu meðal hlutaðeigandi ríkja um heimflutn-
ing fanganna og einnig að afla fjárframlaga og flutn-
ingstækja. Leiðtoga- og skipulagshæfileikar hans komu
nú að góðu haldi. En þess ber einnig að geta, að auk
ríkisstjórnanna naut hann stuðnings fjölda ágætis-
manna og líknarfélaga eins og Rauða Krossins. Þetta
stórfelda alþjóðlega samstarf undir forystu Nansens bar
mikinn og skjótan árangur. Á hálfu öðru ári voru
um 450,000 stríðsfangar fluttir úr útlegð í heimkynni
sin. Var flutningur þeirra svo umfangsmikið verk, að
Nansen hafði t. d. um tímabil heilan flota af skipum í
förum fram og aftur í Eystrasalti, að ótöldum öðrum
flutningstækjum á landi og sjó. En upptalningin ein
saman er aðeins yfirborðslýsing á blessunarríkum ár-
angri þessa heimflutnings fanganna; geri maður sér i
hugarlund fagnaðarfundina, þegar heim kom, samein-
ing löngu aðskilinna ástvina, fer manni að skiljast, hvert
mannúðarverk hér var unnið. „Ekki er það ríki til á