Prestafélagsritið - 01.01.1934, Side 85
Prestafélagsritið.
Vilhelm Beck.
79
fólk til trúar, og það er mjög einhliða dæmt, þegar sagt
er, að það hafi verið gert með liótunum. Það hefir þurft
eitthvað annað en hótanir, til þess að hafa slíkt aðdráttar-
afl. Því var oft haldið fram, að stefna hans væri full af
dæmandi ofstæki. Nú verða menn að muna, að allir, sem
stefnunni liafa fylgt, hafa ekki verið jafn merkir menn
og Beck. Og áreiðanlega hafa eins í þessum efnum eins
og öðrum verið töluð mörg ógætin og óvægin orð, og'
starfið verður að skoðast i ljósi þeirra tíma, sem þá voru.
En þeir sem heyrðu Beck tala, hafa oft sagt frá því,
að þar hafi verið talað með festu, en með ró, og með bros-
andi gleði, með aðlaðandi kærleika, þvi að maðurinn átti
gott lijarta. Það er bezt að láta liann sjálfan lýsa starfs-
aðferð sinni. Hann segir svo: „Það er sagt, að þessi trú-
arhreyfing geri menn dómsjúka, og þessi ummæli herrna
menn hver eftir öðrum. Sannleikurinn er, að Guðs orð
dæmir sjálft: Hver sem trúir og verður skírður, mun
hólpinn verða, en sá sem ekki trúir, er dæmdur! Vér
bendum ekki á menn og segjum, hver sé trúaður og' van-
trúaður. En vér köllum á mennina, því að vér viljum,
að þeir komist á liinn rétta veg. Vér bendum á liættuna,
og bendum á sæluna, og köllum á mennina til afturhvarfs,
til lífsins“.
Beck dregur enga dul á, að það er munur á trúuðum
og vantrúuðum. En þegar menn sögðu við hann, að ef
einhver væri eklci trúaður, þá væri hann þegar um leið
vantrúaður, svo að það væri í raun og veru hið sama,
hvort sagt væri, að hann væri ekki trúaður eða blátt á-
fram vantrúaður, svaraði Beck: „Min Sön hjemme er ikke
vittig, men det være langt fra mig at paastaa, at lian er
vanvittig“.
Prédikanir Beck voru mjög lifandi, ríkar af myndum
og líkingum, og á ferðum sínum safnaði hann efni í þær
við athugun þess, sem fyrir augu og eyru bar, svo að það
var altaf nýjabragð af boðskap lians. Það er hressandi
blær yfir því, sem hann ritar. Ég tek eitt dæmi. Hann er