Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 80
74
Bjarni Jónsson:
Prestafélagsritið.
Beck var latur og hirðulaus, og fékk því að kynnast
reyrprikinu, í allra augsýn var hann eitt sinn barinn, og
var refsingin 14 högg. Hann hugsaði með sér, að þetta
mætti ekki svo til ganga. Náði hann eitt sinn í reyrprikið,
skar 1 það rifu, og setti strítt hár í rifuna. Það leið ekki
á löngu, að hann hafði unnið til refsingai’, en við fyrstu
höggin rifnaði reyrprikið. En næsta dag var kominn nýr
spánsreyr, og Beck fékk 28 liögg.
Mörgum árum síðar bar fundum þeirra saman, Becks
og þessa kennara, sem þá var gamall orðinn, og var nú
kominn til þess að hlýða á Beck, og sagði „Ég hefi hlakkað
til að sjá yður og heyra, séra Beck“. Þá svarar Beck: „Það
er ekki í fyrsta sinn núna, að við sjáumst, þakka yður
fyrir síðast, lierra Kieler“. „Hvenær höfum við sést?“
spurði kennarinn. Þá sneri Beck sér við og sneri bakinu
að gamla manninum og sagði: „Já, alt má sjá frá 2
hliðum. Þjer sáuð mig reyndar mest frá þessari hlið“.
Þá svaraði Kieler undrandi og brosandi: „Nei, er þetta
sarni maðurinn? Eruð það þér, sem voruð hann lati
Beck?“
í skólanum varð Beck ekki fyrir vekjandi triiaráhrif-
um. Þegar hann var í efsta bekk skólans skrifaði hann
ritgjörð út frá spurningunni: „Er guðleg opinberun nauð-
synleg?“ Beck svaraði neitandi. Þegar vitnisburðir voru
lesnir upp, sagði kennarinn: „Ritgjörð Becks er bezt. Nú
skal ég lesa hana fyrir ykkur“. Og hann bætti við, er hann
hafði lesið hana: „Auðvitað er ekki hægt að vera kristinn
og hafa slikar skoðanir eins og Beck, en ég er á sama máli
og hann‘.
Beck langaði til þess að losna úr skóla og verða garð-
yrkjumaður. En faðir hans sagði: „Ég vil ekki heyra á
þetta minst“.
Beck varð stúdent með 2. einkunn, og föður hans sárn-
aði mjög. Hét þá Beck því, að hann skyldi taka þau próf,
er eftir voru, með 1. einkunn. Það loforð efndi hann, en
tókst þó ekki að efna það í prédikunarfræði, í þeirri grein