Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 57
Prestaféiagsritið. Makræði eða manndómur.
51
ins, því að innri heimur hans sjálfs er óskaddaður. Dag
einn kom maður þjótandi til Emersons og sagði með
angist í röddinni: „Herra Emerson, þeir segja mér, að
heimsendir sé að koma“. „Settu það ekki fyrir þig“, svar-
aði Emerson, „við getum komist af án heimsins“. Sá
maður, sem er engu háður á himni né jörðu nema sam-
félagi sínu við Guð, hann er öruggur. Auðnist honum
að halda því heilu og lireinu, mun alt annað veitast aft-
ur. Þegar Jesús hékk á krossinum, slitu þeir alt af hon-
um — alt nema þessi tvö orð: „Guð minn“. Hann liélt
sér við þau, ekkert gat slitið þau af vörum hans né úr
hjarta hans. Og er hann heldur sér við þau, þá veitist
honum alt aftur, og úr þessum einu orðum, sem björg-
uðust undan rústunum, reisir hann eilíft konungsríki.
Þegar Stefán Colonna var rekinn burt úr Róm á gamals-
aldri og allar hallir hans og vígi brotin, hélt hann einn
síns liðs eftir þjóðveginum. Maður nokkur har kensl á
hann og hæddi hann með spurningunni: „Hvar eru víg-
in þín núna?“ Þá svaraði Stefán Colonna: „Hér“, og
tók um hjartað. Þegar það vígi er lieilt, þá geta allar
aðrar áætlanir einnig lialdist og lífið rís úr rústunum.
Guð gjörir sjaldan nokkurn mann að þjóni sínum án
þess að láta hann ganga í gegn um eldraun þjáning-
anna. Jesús hefur köllunarstarf sitt með eyðimerk-
urrauninni, en það endar á páskamorgni. Vér, minni
þjónarnir, þurfum einnig að ganga i gegnum raunir.
Þegar ég var kallaður til prestsstarfsins, þá hafði ég' fé
til þess að stunda háskólanám. En það fór alt fyrir slys
og kom á mig að vinna fyrir fjölskyldunni, og leiðin
lokaðist fyrir mér til þess að fylgja kölluninni. Köllun,
og jafnharðan öllum sundum lokað. En þetta ár i búri
varð þó eitthvert allra hezta árið, sem ég hefi lifað. Við
það að kynnast fátæktinni af eigin raun varð ég fær
um að skilja fátæktina á Indlandi. Ef það ár væri mist,
þá myndi fátæklegur söngur lífsins, er djúpan tón þján-
inganna vantaði. Malajar á Suður-Indlandi hafa orð-
4*