Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 171
Prestafélagsritið.
Prestafélagið.
165
Um kirkjufundinn á Þingvöllum og i Reykjavik 3. og 4. júlí,
og afskifti Prestafélagsins af honum, visast til frásagnar á öðr-
um stað í ritinu.
Frá samstarfi presta og kennara fyrir forgöngu Prestafélags-
ins er einnig skýrt á öðrum stað í ritinu.
Afskifti Prestafélagsstjórnarinnar af launamálum presta voru
þau, að leitað var tillagna frá deildum félagsins, úr þeim unn-
ið og þær síðan iagðar fyrir Synodus og aðalfund Prestafé-
lagsins. Einnig var leitað samvinnu við önnur félög starfs-
manna ríkisins og við milliþinganefnd þá, er vinnur að undir-
búningi launamálanna alment.
3. Deildir félagsins.
Þar eð aðalfundir i deildum félagsins hafa ekki verið haldnir,
þegar þetta er ritað, verður frásögn um þá að bíða siðari tima
og birtast i „Kirkjuritinu“.
En ekki má láta þess ógetið, að „Prestafélag Vestfjarða“ gaf
út á liðnu ári 4. árg. tímarits síns, „Lindarinnar". Er ritið fjöl-
breytt að vanda, flytur trúarljóð og ræður, eftirtektarverð er-
indi, fréttir o. fl„ og er útgefendum til hins mesta sóma. „Lind-
in“ hefir viljað vera ljóslind boðskapar Jesú Krists og eflaust
orðið það mörgum, og þeim því eðlilega kær. Hér skal tæki-
færið notað til þess að flytja vestfirzku prestunum beztu þakkir
fyrir áhuga þeirra á málefnum kristindóms og kirkju, sem hver
árangur þessa rits þeirra hefir borið svo fagurlega vott um.
4. Aðalfundur 1934
var haldinn á Þingvöllum 1.—3. júli, og sóttu hann 40—50
manns. Af þeim voru um 30 prestvígðir menn'og 11 konur.
Fundurinn var haldinn í kirkjunni og hófst með því, að sálm-
ar voru sungnir og formaður las ritningarkafla og bað bænar.
Síðan var gengið til dagskrár, en aðalumræðuefni auk venju-
legra fundarmála var: Reynsla i prestsstarfi og þörf á nánari
samvinnu meö prestum.
Fyrsta fundardaginn var einkum rætt um Oxfordhreyfinguna
nýju, og var séra Guðbrandur Björnsson prófastur málshefjandi.
Sögðu menn frá kynnum sínum af hreyfingunni af bókum og
blöðum og töldu nauðsyn á því, að prestar kyntust henni nánar,
og myndi margt gott mega af henni læra. í sambandi við það
snerust umræðurnar um persónulega trúarreynslu.
Næsta morgun var þegar tekið að ræða útgáfumál Prestfé-
lagsins. Formaður skýrði fyrst frá starfi þess að bókaútgáfu