Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 156
150
Guðmundur Einarsson:
Prestalélagsritið.
En nú vil ég snúa mér að fundi þeim, sem ég var
sendur til að vera á.
Fundarefnið var að ræða um áhrif þau og breyttu
aðstæður, sem hin svonefndu „Social Reformlög“ í Dan-
mörku frá 1932 valda á alla liknarstarfsemi í Dhn-
mörku og Kaupmannahöfn sérstaklega. Verð ég því að
skýra ofurlítið frá því, í hverju þau lög eru aðallega
fólgin.
Mestöll líknarstarfsemi var áður rekin af einstökum
mönnum eða félögum, sem nutu meira eða minna styrks
frá þvi opinbera. Aðalhvötin til þess að hjálpa þeim, sem
bágt áttu, var trú mannanna á frelsarann Jesú Krist og
löngun þeirra til að lifa og starfa að dæmi hans. Öll
byrjun líknarstarfseminnar er sprottin af þessari þrá og
kærleiksþroskun einstaklingsins; þeir sjá neyðina og
aumkast yfir þá, sem bágt eiga og hefjast handa.
Smátt og smátt fer svo fólkið, fjöldinn, að skilja hví-
líka þýðingu hin einstöku líknarstörf hafa fyrir þjóðfé-
lagið, fleiri og fleiri taka höndum saman og loks fer
það opinbera að taka þátt í hjálpinni.
Og með „Social Reformloven“ í Danmörku hefir það
land viðurkent, að öll slík starfsemi, öll liknar- og hjálp-
arstarfsemi, er alþjóðarmál, sem rílcið á sjálft að annast
um, ýmist að öllu leyti, eða með því, að það styrki og
hjálpi þeim stofnunum og félögum, sem að slíkum mál-
um vinna, bæði fjárhagslega og með ráðum og dáð.
Með hinum nefndu lögum hefir ríkið tekið að sér, að
annast alla þá, sem sjúkir eru, af hvaða sjúkdómi sem er,
ef þeir eru sjálfir ekki þess umkomnir að borga legu-
kostnað sinn, eða sjúkrasamlögunum ekki ber skylda til
þess, en þau eru aftur styrkt af ríkinu, eins og öllum
er kunnugt.
Alla geðveika og fávita annast ríkið um að öllu leyti.
Auk þess hefir ríkið, ásamt hreppunum, tekið að sér
að sjá um uppeldi þeirra barna, sem eru andlega sljó
og þurfa þar af leiðandi sérstakt uppeldi, sem heim-