Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 192
186
Erlendar bækur.
Prestafélagsritið.
ur þessar ritaðar af færustu vísindamönnum Þjóðverja, hverjum
í sinni grein. Bækur þessar hafa náð svo miklum vinsældum,
að flestar þeirra hafa komið út oftar en einu sinni. Og sú bókin,
sem hér er getið, er nú nýkomin út i 4. útgáfu.
Bók þessi er 408+XVI blaðsiður i stóru broti og afskaplega
leturdrjúg, og þegar öll áherzlan er auk þess lögð á það, að hafa
efnið sem gagnorðast, þá sjá menn, að það er meira en lítill
fróðleikur, sem hér er safnað. Enda er óhætt að telja þann mann
vel lærðan um N.-t., sem væri þessari bók vel kunnugur.
Hér er safnað saman mörgum N.-t. fræðigreinum i eina bók,
og skal nú rekja aðalefni hennar.
Eftir nokkur inngangsorð almennara efnis er:
7. kafli, um málið á Nýja-testamentinu, bls. 5—20.
II. kafli: Texti N.-t. Er textasagan hér dregin saman í stór-
fróðlegu yfirliti, bls. 21—70. Er þar fyrst rætt um handritin á
frummálinu, þá fornu þýðingarnar, þá kirkjufeðratilvitnanir,
þá er saga prentaða textans, og loks er rætt sjálft textavandamál
N.-t. í heild.
III. kafli: Frumkristnu bókmentirnar, bls. 71—154. Hér er
það, sem kallað hefir verið „Inngangsfræði N.-t.“ og skýrt frá
síðustu niðurstöðum þeirrar fræðigreinar. En yfirlitið er ekki
bundið við kanónisku bækurnar einar, lieldur gripur yfir allar
kristnu bókmentirnar til elztu trúvarnarhöfundanna á 2. öld.
IV. kafli: Kanónsaga N.-t., hls. 155—177. Er hér rakið, hvern-
ig kanón N.-t. myndast, og því næst, hvernig hann nær viður-
kenningu i kirkjunni.
V. kafli: Samtiðarsaga N.-t., bls. 178—237. Þessi kafli er mjög
nauðsynlegur til fulls skilnings á sögu frumkristninnar, því að
þar er saga hennar sett í samband við almennu söguna ofe
aldarhátt allan. Er þar fyrst saga Gyðinga á N.-t. tímunum, því
næst um gyðingdóminn og loks um griska menningarheiminn.
VI. kafli: Uppruni kristindómsins, bls. 238—401. Þetta er
lengsti kaflinn og veigamesti. Má óhætt segja, að til fulls skiln-
ings á N.-t. sé ekkert gagnlegra en það, að kynnast nákvæmlega
þeim jarðvegi, sem þessi rit eru sprottin upp úr. Er hér fyrst
lcafli um Jesú og kenning hans, siðan kafli um postulatimabilið,
bæði frumpostulana og Pál og heiðingjatrúboðið. Loks er svo
kafli um tímabilið næsta eftir postulatímabilið.
Siðast eru ættarskrár og efnisskrár.
Fyrir presta og aðra þá, sem vilja fá víðtælca fræðslu um þessi
efni, án þess að þurfa að lesa fjölda bóka, er þetta rit mjög
hentugt. Höfundurinn, Rudolf Knopf prófessor í Bonn, er mjög
nákvæmur visindamaður, og. auk þess hafa starfað að bókinni