Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 97
Prestafélagsritið.
Kirkjan og vorir tímar.
91
tryggja sér markaði eða koma auðsafni sínu í arðvæn-
lega veltu. Sögufræðingar og heimspekingar fræða oss á
þvi,að ekkert stjórnarform eða mannlegt félag hafi
nokkru sinni verið til öðruvísi, en að tilvera þess bygð-
ist á einhvern hátt á ofbeldi. Og þá er það ekki sæmilegt
af kirkjunni að áfellast fremur ofbeldi undirstéttanna
en yfirstéttanna. Oftlega sprettur þetta hvað af öðru og
þessvegna ekki rétt, að áfella einn fremur en annan.
En það, sem ég vildi grafast í kring um og spyrja um
er þetta: Getur nokkrum fundist, að ofbeldið sé æski-
legt, þar sem það birtist í þessari illúðugu og andstyggi-
legu mynd? Er æskilegt að nota byssustinginn fyrir rök
eða grjótkast fjTÍr innlegg í málum sinum? Er það fag-
urt eða samboðið nokkurri mannlegri hugsjón, að sjá
menn fljúgast á og misþyrma hver öðrum í örvita
fólsku? Og ef kommúnismi undirstéttanna notar slíkar
aðferðir eða leiðir til slíkra hluta, er þá mikil von til
þess, að hann sé annað en úthverfan á kapitalisma yfir-
stéttanna? Er mikil von til þess að hann sé mikið bjarg-
ræði út úr eymd og siðlegum vesaldómi mannfélagsins,
eins og þessar stéttir trúa þó statt og stöðugt? Er ekki
blekkingin jöfn í öllum stjórnmálaflokkum og hin
blinda heiftúðuga barátta aðeins vottur um það, hvað
menningin er ennþá veikburða og stendur grunt, hvað
jafnvægi lundarfars og vitsmuna er lítið að öllum jafn-
aði, en vargseðlið fljótt að ná yfirtökunum og brjótast
út? Og hvar mun staðar nema. Er ekki mannkynið með
þeim hugsunarhætti, sem það hefir nú, dæmt til eilífra
hjaðningarvíga um aldur og æfi í baráttu, sem ekki ber
neinn árangur annan en eyðileggingu og dauða, eymd
og volæði?
IV.
Og hvar er þá kirkja Krists á vegi stödd i hinni strið-
andi veröld, sem altaf er að leita að hamingjunni, en
finnur hana ekki og inst í hjarta sínu biður um frið, en