Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 182
176
Fulltrúaf. presta og kennara. Prestaféiagsritiö.
sem taldar hafa verið, verði falin 6 manna nefnd, 3 guðfræð-
ingum og 3 kennurum. Kjósi sína þrjá aSalfundur Prestafélags
íslands og Kennaraþingið 1935.
Fundurinn telur, aS í mannkynssögu fyrir börn gæti ekki
nógu mikið kristnisögunnar, og leggur þvi til, að í næstu útgáfu
mannkynssögunnar verði meira um kristnina, einkum um upp-
haf hennar og íyrstu útbreiðslu. Einnig sé kirkjusöguágrip
Valdimars Snævarrs haft að lestrarbók fyrir börn, aS svo miklu
leyti, sem þvi verður viS komið, og kennarar í kristnum fræS-
um telja heppilegt.
Fundurinn beinir þeim tilmælum til yfirstjórnar fræðslumál-
anna og barnaverndarráðs, að hlutast verði til um þaS, aS í
kvikmyndahúsum landsins verði sýndar fagrar og fræðandi
myndir af stöðum á GySingalandi og lifnaðarháttum fólks þar.
Fundurinn lítur svo á, að barnaguðsþjónustur, sunnudagaskól-
ar eða ferðir presta og kennara með börnum muni ekki aðeins
geta orðið kristnilífi barnanna til eflingar, heldur einnig glætt
mjög mikið samvinnu presta og kennara. Þess vegna þurfi hvor-
irtveggja að hlynna að slíku starfi um land alt“.
Um tillögur þessar tóku margir til máls auk nefndarmanna.
Voru þær því næst bornar undir atkvæði og samþyktar í einu
hljóði.
Næst voru tekin fyrir launamál og var samþykt eftirfarandi
tillaga:
„Fundur presta og kennara haldinn i Reykjavík 6. júlí 1934
vill benda hinni háttvirtu milliþinganefnd i launamálum á þaS,
hve algerlega óviðunandi launakjör þessara stétta eru, og því
brýn nauðsyn, að þar verSi ráðin sem allra fyrst bót á, ef nokk-
ur von ætti að verða til þess, að þessar stéttir gæti rækt sín
mikilvægu störf fyrir þjóðfélagið á þann hátt, sem krafist er af
þeim“.
Þá skýrði Aðalsteinn Eiriksson frá störfum samvinnunefndar
að menningarmálum. En í þeirri nefnd voru auk hans: Séra
Eiríkur Albertsson, séra GarSar Þorsteinsson, Hallgrímur Jóns-
son, Sigurvin Einarsson og séra ÞórSur Ólafsson. HafSi nefnd-
in sérstaklega tekið til ihugunar kvikmyndasýningar og bar
fram út af þeim eftirfarandi tillögu:
„Fundurinn telur brýna nauðsyn á þvi, aS vandað sé stórum
betur til kvikmyndasýninga en verið hefir, og að ekki séu sýnd-
ar aðrar myndir en þær, sem hafi ótvírætt uppeldis- og menn-
ingargildi.
Þá lítur fundurinn þannig á, að núverandi eftirlit með kvik-
myndasýningum hafi ekki náS tilgangi sínum, og telur því nauS-