Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 111
Prestafélagsritið.
Fridt.jof Nansen.
105
Nansen var einnig snjall rithöfundur. Vísindarit hans
og alþýðurit, sem víðlesin hafa orðið bæði á frummál-
inu og í þýðingum, og þá ekki siður dagbækur hans, sem
hvað bezt lýsa gáfnafari hans, hugsjónum og innsta
eðli, bera fagurt vitni stílsnild hans og frásagnargáfu.
Þar er víða auðsæ ósvilcin skáldgáfa. Listhneigð hans
bar einnig ávöxt í teikningum hans, sem eru prýðilega
gerðar, og bera þess fullan svip, að þar hefir hög lista-
mannshönd að verki verið.
Ennþá fleiri stoðir runnu undir lýðhylli Nansens og
víðfrægð. Hann var sannur föðurlandsvinur og áhrifa-
mikill stjórnvitringur. Með ritgerðum sínum og ræðum
tók hann mikinn og farsælan þátt í þeim atburðum,
sem leiddu til friðsamlegs skilnaðar Noregs og Svíþjóð-
ar árið 1905. Næstu þrjú árin var hann sendiherra Nor-
egs í Lundúnum og reyndist þjóð sinni hinn ágætasti
fulltrúi, því að hann ávann sér traust og vinsældir
brezkra stjórnarvalda. Urðu þau ár honum auli þess af-
bragðs undirbúningur undir síðari störf hans i þágu
Noregs og Þjóðabandalagsins. Um tíu ára skeið (1908—
18) helgaði hann þvínæst starf sitt háskólakenslu, vís-
indalegum rannsóknum, sem löngum voru honum hug-
stæðastar, og ritstörfum, en fylgdist jafnframt gaum-
gæfilega með þjóðmálum heima og erlendis. Eftir að
heimsstyrjöldin skall á, gerðist hann á ný áhrifamikill
þátttakandi í þeim málum í Noregi og annarsstaðar á
Norðurlöndum. Var hann djarfmæltur talsmaður þeirr-
ar skoðunar, að Norðurlanda-þjóðir ættu að halda vörð
um hlutleysi sitt og önnur sameiginleg velferðarmál, og
láta eigi undir neinum kringumstæðum sogast inn i
hringiðu styrjaldarinnar. Eins og marga mun reka
minni til, gerðu nefndar þjóðir, ekki ólíklega fyrir
áeggjan Nansens, slíkt samband með sér á stríðsárun-
um, og reyndist sú samvinna góðu heilli hafin.
Ótalið er þó eitthvert mikilvægasta og blessunarrík-
asta verkið, sem Nansen vann í þarfir þjóðar sinnar á