Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 24
Jón Helgason:
Prestafélagsritið.
18
asti og áhrifamesti viðburðurinn á æfileið hans. Vér sem
nú lifum getum naumast gert oss í liugarlund, livílíka
feiknar eftirtekt hún vakti um þvert og endilangt Þýzka-
land. Það má nærri þvi segja, að öll þýzka þjóðin stæði
á öndinni meðan Lúther var þar syðra, enda var nú
Lúther i augum samlanda sinna orðinn einskonar Mik-
ael höfuðengill, sendur að ofan til að létta af þjóðinni
óbærilegu oki páfastólsins. Segir sagan að kallað hafi
verið til hans úr mannþrönginni, er hann var færður inn
i þingsalinn: „Minstu, Lúther, orðanna:„Iiver sem af-
neitar mér fyrir mönnum, honum mun ég og afneita
fyrir föður mínum á himnum“. Mönnum fanst eins og'
komin væri örlagastund hinnar þýzku þjóðar, er Lút-
lier hvarf inn í þingsalinn — að örlög hennar um
ókomnar aldir væru öll komin undir frammistöðu þessa
eina manns. Það var því líkast sem lesa mætti út úr
augnaráði mannfjöldans: „Lúther, yfirgef oss ekki,
bregðstu oss ekki!“ Það hefðu orðið hin sárustu von-
brigði fyrir þjóðina alla, ef Lúther liefði þar ekki þekt
sinn vitjunartíma, en látið leiðast til að afturkalla, er
hann stóð frammi fyrir hinni glæsilegu samkomu.
Það þurfti óneitanlega bæði hugprýði og lietjulund
til þess að missa ekki móðinn, er hann átti að koma
fram fyrir sjálft ríkisþingið með sjálfan keisarann í
öndvegi. Öllu átakanlegri sýnileik en ferð Lúthers til
Worms, þekkir veraldarsagan ekki. Að einu leytinu likt-
ist ferðin sigurför, þvi að hvar sem hann kom á suður-
leiðinni, var tekið á móti honum sem konungur væri
á ferðum, enda þótti páfaflokknum meira en nóg af svo
góðu. Að hinu leytinu var ferðalag þetta mjög svo þreyt-
andi fyrir Lúther, enda hann sjálfur lasinn mjög. En
Lúther lét ekki bugast! Á suðurleiðinni sér Lúther ann-
aðhvort í Erfurt eða Weimar uppfesta auglýsingu keis-
arans um að afhenda skuli öll rit Lúthers og brenna þau
á báli. Honum brá við, en hann hélt þó áfram. Jafnvel
sendimanni keisarans, sem til öryggis skyldi vera hon-