Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 100
94
Benjamín Kristjánsson:
Preslafélagsritið.
fram, að þessi Guð, sem lætur mikinn hluta mannkjms-
ins kveljast og pínast á jörðinni, lætur saklausan líða
fyrir sekan og á jafnvel að hafa látið krossfesta sinn
eiginn son, hvernig ykkur dettur það í hug, að kenna
okkur það, að hann sé góður og réttlátur. Nú lásum
vér það fyrir skömmu i hók eða blaði, að þessi Guð
ykkar væri aðeins tilhúinn og notaður til að hræða
olckur til að vera auðsveipir og litilþægir við gjörvöll
kúgunarvöld himins og jarðar. — Og til einyrkjans för-
um vér og spyrjum hann, hversvegna hann komi ekki,
og hann segir: Starfið er margt. Enn hefi ég blett að
ryðja og rækta. Er það ekki líka guðsþjónusta? Og oft
er ég svo þreyttur, að ég verð feginn að hvíla mig og
heyri ekki klukkurnar hringja. — Og vér förum þaðan
til auðmannanna og segjum við þá: Hvers virði er ykk-
ur, þótt þið eignist allan heiminn, ef þið híðið tjón á sál
ylckar? Sækist ekki eftir þeim fjársjóðum, sem mölur og
ryð fá grandað, heldur aflið ykkur fjársjóða á himni. En
þeir hlæja að okkur og segja: Þið hafið ykkar himna-
ríki til að hugga ykkur við, en við höfum okkar Mam-
mon. Sjáum til hver sælli verður. Hvað gagnar hungr-
uðum mönnum eða klæðlausuin himnaríki? Heilbrigð
skjmsemi kennir mönnum það undir eins að sækjast
fremur eftir raunverulegum gæðum en ímynduðum hug-
arórum. Enda sjáið þér liversu mikils til fleiri eru skyn-
samir og biðja um Mammon.
Og enn förum við til þeirra, sem þylcjast margfróðir
og mentaðir, og segj um: Langar ykkur ekki til að lieyra
hvaða boðslcap kirkjan hefir að flytja? Og þeir segja:
Hvaða boðskap skyldi hún svo sem liafa að flytja, nema
þann, sem vér getum allsstaðar lesið i blöðum og tíma-
ritum. Ég held við þeldcjum þetta alt saman, sem þiö
eruð að kenna. Hérna uppi á hillunni eru margar post-
illur troðfullar af þessu guðsorði ykkar. Það er alt hvað
öðru líkt. Nú þegar útvarpið er komið er nóg að hafa
einn prest í Rejdcjavik fyrir þá, sem nenna að lilusta