Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 47
Prestafélagsritið.
Kristur og mótlætið.
41
an og hann á að vera. Og láttu svo snillinginn draga bog-
ann eftir honum, þá fyrst er hann orðinn svo frjáls, að
Jiann syngur. — Jesús lét strengja sig á krossinn — og
þá komu frá honum fegurstu tónar hins guðlega ástar-
óðs. — Höf. nefnir mörg dæmi þess, hvernig kristnir
'nenn hafa í mótlætisstríði sínu eignast dýpri og inni-
legri fögnuð, en þeir höfðu nokkurn tíma áður þekt. Og
þar sér hann rætast þessi orð Jesú: „Þetta hefi ég talað
U1 yðar til þess að fögnuður minn sé hjá yður og fögn-
uður yðar fullkomnist“.
Höf. tekur nú til meðferðar tvö merkileg atriði úr
sögu Jesú, freistingasöguna og frásöguna um það, þegar
Grikkirnir voru að leita að honum, og sýnir fram á, að
honum hafi verið ljóst, að hann átti um tvær leiðir að
velja, aðra auðfarna en hina erfiða, og á henni myndi
krossinn bíða hans. En hann hafi eftir vandlega um-
hugsun valið kross-leiðina, af því að hann hafi verið
t>ess fullviss, að með því móti einu gæti hann orðið
Puönnunum þetta tvent: frelsari og fyrirmynd. — Þessi
kafli bókarinnar er mjög frumlegur og fróðlegur og ber
þess vott, af hve mikilli alvöru höf. liefir hugsað þetta
mál.
Svo kemur sá kafli, sem ef til vill er beztur í allri bók-
inni, og hann er um það, hvað Guð leggur í sölurnar
Vegna þess, að hann elskar synduga menn. —
Alstaðar í lífinu verður fyrir okkur það lögmál, að
niennirnir kjósa um gott eða ilt, en þeir geta ekki kom-
ist Undan því, að taka afleiðingunum af vali sínu. Og
bessar afleiðingar ná líka til annara manna. Heimilis-
faðir fer illa að ráði sínu — en það bitnar ekki á hon-
llm einum, heldur líða líka fyrir það konan hans og
óörnin og vinir hans — allir, sem eru tengdir honum
kasrleiksböndum. Þannig er óslítanlegt samband milli
niannslífanna einstöku. — Ef nú einhver væri til,