Prestafélagsritið - 01.01.1934, Side 151
Prestaféiagsritið. G. L.: Iíi'istil. fél. unfíra kvenna.
145
kynnast K. F. U. K. og sækja fundi félagsins. Þeim hefir
komið saman um það, undantekningarlaust, að allra
beztu endurminningar þeirra frá Reykjavík væru tengd-
ar við K. F. U. K. Hinsvegar er það mesta gleði félagsins,
að geta orðið ungum stúlkum að sem mestu liði, fyrst
í andlegum efnum, en sömuleiðis á ýmsan annan hátt.
Þá getur það einnig haft verulega praktiska þýðingu
íýrir ungar stúlkur, sem ætla sér að fara utan, að gjör-
ast félagar í K. F. U. K. hér heima, þeim er greiðari
aðgangur á ýmsa vegu, þegar út yfir pollinn kemur.
Með félagsskírteini sitt í höndunum, og góð meðmæli
forstöðunefndar K. F. U. K. hér heima, er þeim opin
leið til félagsdeilda í öðrum löndum, og njóta þar mik-
illar velvildar og greiðvikni, sem kemur sér vel fyrir út-
lendmg í framandi landi.
En mestu varðar þó sá andlegi þroski, sem iðuleg á-
heyrn Guðs orðs í kristilegum félagsskap veitir, því að
þar er fengin sú undirstaða, sem ekki hregst, þótt margt
kunni að bjáta á. Og foreldrar, sem vilja sanna heill
barnsins síns, ættu að hugleiða þýðingu félagsskapar,
sem hefir það aðaltakmark að innræta, glæða og göfga
andlegt líf æskulýðsins.
Þetta er erindi K. F. U. K. til ungra stúlkna, já, til allra
kvenna. Það vill rétta fram systurlega hönd í Jesú nafni,
og vera „rödd, sem varar við hættum, auga er gætir
þeirra, er villast — hönd, sem bendir á krossinn“.
Það vill gróðursetja evangelium Jesú Krists í hjört-
unum.
10