Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 33
Pxestaíéiagsritið. Verður tilvera Guðs sönnuð?
27
indi? Nei, það er þekkingarleysi og annað ekki. Ef það
á að vera skoðun, þá verður hún að koma fram í þeirri
niynd, sem ég nefndi í upphafi, að um guð sé ekkert
hægt að vita. En þá er kveðinn upp ákveðinn dómur um
það, sem sjálf skoðunin segir, að ekkert sé hægt að
vita um.
Þetta er ekki vísindi heldur hugsunarvilla.
Svo kem ég nú að málstað þeirra, sem vilja sýna fram
á með hugsunarrökum, að Guð sé til. Þetta hefir verið
gert bæði af heimspekingum og guðfræðingum, og bæði
innan kristninnar og utan. Guðfræðin hefir stundum
verið greind í tvent og talað um opinberaða guðfræði
og náttúrlega guðfræði, og það er þá hin náttúrlega
guðfræði, sem hér mætir oss. Þessi „náttúrlega guð-
fræði“ bendir á heiminn, sköpunarverkið, upphaf
heimsins og takmark, og svo sérstaklega á manninn, og
leitast við að knýja þannig með hugsunarstarfsemi fram
guðsvissuna. Skal ég nú minnast á helztu sannanirnar,
sem bomar hafa verið fram.
Fvrst skal ég þá nefna það, sem kallað hefir verið
kosmologiska sönnunin — heimsfræðilegu sönnunina
mætti ef til vill kalla hana á islenzku. Hún er eldri en
kristnin, því að hún er borin fram af gríska heimspek-
ingnum Plató, sem dó árið 347 f. Kr. Hann hélt því
fram, að heimurinn benti til frumorsakar, er væri óháð
honum. í kristninni hefir þessi sönnun verið sett fram
hvað eftir annað og á ýmsa vegu. Hún kemur fram bæði
i Gamla og Nýja-testamentinu. Oft er hún í skáldlegum
búningi fremur en vísindalegum, og þekkjum við það
t. d. frá sálmum Valdimars Briem: Guð allur heimur og
Hve dýrðlegur er Drottinn.
Gríski heimspekingurinn Aristóteles, kennari Alex-
anders mikla, sem dó árið 322 f. Kr., lagði meiri áherzlu
á hreyfinguna, sem einkendi heiminn. Hann sagði, að
ekkert gæti sett sjálft sig í hreyfingu, og því yrði að