Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 61
Prestaféiagsritið. Makræði eða manndómur. 55
Fötluð kona á Indlandi, sem gekk við hækjur sökum
hryggsjúkdóms, féll dag nokkurn niður stigann og braut
við fallið aðra hækjuna en misti hina frá sér. Hún lá
fyrir neðan stigann og kallaði á hjálp. En það var um
hádegi, svo að engir þjónanna voru þar í nánd. Þegar
engin hjálp barst, hóf hún sig með bæn í huga á handrið-
inu, komst á fætur eftir mikla erfiðismuni, fór að ganga —
og liefir altaf gengið síðan hækjulaust. Það bezta, sem
nokkuru sinni hefir komið fyrir hana, var þetta fall, þó
það virtist vera slys á slys ofan. En úr skýinu kom
röddin og sagði: „Statt upp og gakk“.
Einu sinni stökk ég út úr brennandi húsi, húsi, sem
ein af helgum mönnum jarðarinnar átti. Tap mitt var
lítið, en hennar mikið, aleigan að heita mátti. Þegar
ég leit til baka inn í húsið, sem við vorum húin að
bjarga úr fáeinum munum af stofuhæðinni, þá sá ég á
vegg inn af forstofugöngunum þessi einkunnarorð:
„Hvil í drotni“. Logarnir höfðu í bili lagst umhverfis
þau, svo að orðin voru komin í logaumgjörð. Þessi
einkunnarorð voru hið síðasta, sem ég sá í logandi hús-
inu — þá brunnu þau líka í logunum. Brunnu í logun-
um? Þau og sú staðreynd, sem þau boðuðu, voru hið
eina, sem við björguðum í raun og veru. Þegar við
gengum burt frá brunarústunum, sagði ég við konuna
heilögu, að síðast hefði ég séð einkunnarorðin í elds-
umgjörðinni: „Hvíl í drotni“. Þá sneri hún sér að mér
og brosti himnesku brosi og sagði: „Það er það, sem ég
gjöri“. Húsið var brunnið til ösku, en bros hafði kom-
ist af, sem lýsti hjartafriði, og það bros og það hjarta
voru meira virði en allar eignirnar, sem brunnu þann
dag. Hún sagði, að hún hvíldi í drotni. Hún hvíldi —
en táknar það orð ekki aðgjörðaleysi? Ég sá dálítið
nreira — hún hafði náð úr eldsvoðanum sigri andans,
sem lét mig finna, að eldarnir, sem brenna upp eignir
manna, valda engu tjóni, ef þeir geta varpað slíkum
Ijóma á andlit þeirra. „Nú fer ég að verða lærisveinn“,