Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 190
184
Erlendár bækur.
Prestafélagsrifið.
„Kirkcns Smaaskrifter". Nyt Nordisk forlag, Arnold Busck.
Köbenhavn 1933.
Prestafélagsritinu hafa verið send þrjú fyrstu ritin í safni
þessu og heita þau: „Tyske kristne", eftir Holger Larsen, „Nazi-
kirken", eftir sama höf. og „Karl Barth og Nazikirken“ eftir N. H.
Söe. Má þar fá talsverðan sögulegan fróðleik um kirkjuna á
Þýzkalandi á síðustu timum, og virðist frásögnin munu vera
óhlutdræg. Frá atburðunum er sagt blátt áfram og oft án þess,
að höf. leggi nokkurn dóm á þá. Enda mun erfitt að svo komnu
að kveða upp fullnaðardóm sögulega um það, sem er að gjörast
á Þýzkalandi. Þeir, sem vilja fylgjast með öllu því ölduróti, ættu
að lesa þessi smárit.
Hugh Redwood: „Gud i Skyggen". Aut. Oversættelse efter Ori-
ginalens 149. Tusend af Gerda Mundt. — Med Forord af Aage
Falk Hansen. — J. Frimodts Forlag. Köbenhavn 1933.
Það auðgar anda manns og tekur tilfinningarnar sterkum
tökum að lesa bækur enska ritstjórans Redwoods. Þar er
skýrt frá krafti kristindómsins til að breyta mönnum nútim-
ans, endurfæða þá og veita þeim styrlc til að starfa meðal þeirra,
sem aumaslir eru og bágast eiga. Bók hans „God in thc Slums“,
seldist á skömmum tíma í Englandi í 300 þúsund eintökum. Ég
fékk hana nýútkomna og varð stórhrifin af henni, af myndum
þeim, sem þar er brugðið upp af fórnfúsum kærleika og brenn-
andi trúaráhuga. „Gud i Skyggen“ hefir sömu einkennin.
Religionspsykologi af H. Fuglsang-Damgaard. Köbenhavn.
P. Haase og Söns Forlag. 1933.
Trúarsálarfræðin er tiltölulega ung vísindagrein, en þó eru
miklar bókmentir þegar orðnar til á sviði hennar. Höfundur
telur því þessa handbók sína aðeins tilraun til þess að setja
efnið fram skipulega í vísindalegu sniði. Bókin er í 10 köfl-
um, er nefnast:
1. Relig'ionspsykologiens Væsen og Opgave.
2. Religionspsykologiens historiske Udvikling.
3. Religionspsykologiens Metoder.
4. Den amerikanske Religionspsykologi.
5. Psykoanalysen.
6. Psykoanalysen og Sjælesorg.
7. Individual Psykologi.
8. Mængdens Psykologi.
9. De eksperimentale Metoder i Religionspsykologien.
10. Religionspsykologi og Theologi.
Síðar hygst höf. að gefa út annað bindi um þessi fræði.