Syrpa - 01.12.1911, Page 7

Syrpa - 01.12.1911, Page 7
ILLAGIL 69 öörum sælli og ullir liafa þeir þeytt lúa og leiöindum á burtu eins og léttu fysi, en samt finst mér þó að fyrsti kossinn væri ljúfastur þeirra allra ,,Já. elsku Sigga“, mælti Þor- steinn og lagöi hendinni létt um mitti hennar, ,,því það var eins og hann opnaöi augu okkar og sýndi oss inn í himneskan heim, — von- anna og draumsælunnar dýrðlega heim. Það var heimur ástarinnar sem þá opnaðist sjónum okkar“. ,.Já, elsku, bezti Steiniminn! En við megum til með að halda áfram að snúa, þó við tölum saman“,sagði Sigríöur innilega og lagöi hönd sína ofan á hans, sem hélt um mitti hennar. ,,Já, það hjálpar víst ekki annað“, svaraði hann, en kystu mig bara einn koss áður; aðeins einn, og svo getum við haldið áfram að snúa“. Sigríður svaraði engu, en Þorsteinn sá að bæn sín var veitt og rnunnar þeirra mættust hægt og viökvæmt. ,.Er ekki taðan farin að þornai'“ var kallaö í óþýöum rómi ofan af hólnum. Þau litu bæði upp jafn- snemma og andlit þeirra urðu rauð sem blóð. Það var húsbóndinn,sem stóð upp á hólnum og spurði. Sigríður leit undan, en Þorsteinn horfði niöur fyrir sig og fanst hann tæpast geta áttaö sig á þessu. ,,JÚ, hún er orðin nokkuð þur“, svaraði hann fööur sínum, skjálf- raddaður og hikandi. ,,Og gæti líklega þornað betur, ef haldið væri áfram að snúa henni“, mælti faðir hans reiöulega og gekk í burtu. Eftir þetta keptust þau bæði við að snúa og töluðu fátt saman það sem eftir var dagsins,enda varsam- vera þeirra þrotin þann dag, þegar þau luku við flekkinn sunnan í LanTbhúshólnum, því Þorsteinn fór þá ti1 piltanna,en Sigríðurtil stúlkn anna. Það var engum blöðum um þaö að fletta, aö Sigurður hlaut að hafa séð þau kyssast og það var einmitt þessvegna, sem svipur hans var nú þyngri en endrarnær. Það haföi verið ákveðið að þau færu fjögur til kirkjunnar á sunnu- daginn: hjónin,sonur þeirra og upp- eldisdóttir. Kirkjan stendur miklu neðar í dalnum en Hamrar og er tveggja klukkutíma reið þar á milli. Sigríður hlakkaði mikiðtil kirkju- ferðarinnar. Ekki svo mjög vegna þess að hana langaði til, eða hún fyndi innri þörf hjá sér, að heyra guðsorðið, sem presturinn flutti, því húslestrarnir heima dugðu velíþess stað, heldur var það svo gaman að fá að létta sér upp. Hún fór sjaldn- ast langt út af heimillnu, hvorki til kirkjunnar né annað. Þessvegna voru það svo mikil og lífleg umskifti frá hversdagsstritinu daglega, fyrir 16 ára gamla stúlku að fá að þeysa á vökrum hesti á allgreiðum vegi, klædd í sparifötin, sem hún annars fór næstum aldrei i, og verða sam- ferða og hitta vinstúlkur sínar og kunningja bæði á leiðinni og við kirkjuna. Ingibjörg kom að máli við bðnda sinn um kvöldið, áður gengið var til hvílu og spurði hann að hvort þau ættu ekki að biðja einhvern vinnu- mannannasinnaað rekasamanærnar fyrir Sigríði á sunnudagsmorguninn svo hún mætti þá sofa út og þyrfti ekki að fara þreytt til kirkjunnar, eða máske verða of sein. En Sig- urður hafði brugðist illa við og mælt

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.