Syrpa - 01.12.1911, Síða 10

Syrpa - 01.12.1911, Síða 10
72 SYRPA Skyl li hann nú láta hana finna ærn- ar? Henni fanst hún varla eiga það skilið. Hún hafði vantreyst guði. — En var það þá fallegt af honum að hefna sín á henni, munuðarlaus- um einstæðingnum! — Nú, nú!— Aftur önnur vitleysan, sama of- dirfskan. ,,Því er eg svona vond!“ hrópaði hún upp yfir sig af mikilli geðshrær- ingu og Tryggur hrökk við aiveg hissa.* — Svo bað hún til guðs, í hálfum liljóðum. Bað hann að fyrirgefa sér. Vera æfinleg'a með sér og Steina og öllum mönnum. Og um- fram alt, láta sig finna ærnar. Að minsta kosti í þetta sinn, af því að sig langaði svo mikið til kirkjunnar. Og svo lofaði hún guði því aftur á móti að hún skyldi aldrei oftar láta sér detta annað eins í hug. Henni varð hughægra þegar hún lauk bæn sinni. — Hún fór að hugsa um kirkjuferðina. Hvað hún yrði skemtileg, ef henni aðeins gengi vel að smala saman ánum. Þá mundi hún eftir atvikinu í gærdag, þegar þau Steini höfðu verið að snúa og Sigurður gamli sá þau kyssast, því efalaust hlaut hann að hafa séðþað. En hvað það vildi leiðinlega til. Það var bara óttalegt. Skyldi hann nú halda að þau væru trúlofuð og verða vondur? Hvað skyldi hann annars gjöra? Varla færi hann þó að reka hana burtu! En hann gæti séð um að þau yrðu sem minst sam- an eftir þetta, — haft vakandi auga á þeim. Annars var ómögulegt að segja hvernig hann tæki þessu. Máske honum aðeins gremdist það fyrst í stað, en skifti sér svo ekkert af því þegar franúá sækti. Hvað það yrði ánægjulegt þegar þau mættu óhindruð búa saman. Hvað hún skyldi elska Steina heitt og vera öllum góð. Já, það skyldi hún verða, en þó bezt við smalann, því hann ætti verst af öllum. Mikið ótæti gat hún annars verið þreytandi þessi þoka. Aðeins til að gjöra mötinum ílt og þó—já, þó hafði Steini sagt henni að þokan varnaði næturfrostunum, sem eyði- legðu fallegu blóminjog morgun- döggin glitrandi, sent hún skyldi eftir ágrasinu, nærði jurtagróðurinn og verndaði hann frá að visnaþegar þui kar gengu, — og þá var þó þok- an ekki með öllu gagnslaus. En mikið undur og skelfing var hún þó þreytandi og kveljandi fyrir smalana. Hún mintist nú eins sunnudags- morguns fyrir þremur árum síðan, —fyrsta árið sem hún smalaði. Þá hafði þokan hagað ferðum sín- um alveg á sama hátt og hún gjörði nú og þá ætlaði hún líka til kirkjunnar, ásamt Steina og fóst- urforeldrum sínum. En þá hafði hún líka verið heppin ;ið síðustu sú litla! Þó ekki gengi smölunin vel í fyrstu. Skyldi hún verða eins lán- söm í þetta sinn? — Já, það var nú þyngri spurningin. — Og svo vísurnar sem Steini hafði kveðið um hana á eftir, þegar hún var búin að segja honum alla söguna—vísurnar sem hann kallaði ,,Smalastúlkan“— þeim var hún þó oft búin að hafa gaman af. Hún kunni þær eins vel utanbókar og Faðirvorið sitt og um leið og hún gekk fram dalinn þá rifjuðust þær ósjálfrátt upp fvrir henni, og hún hafði þær yfir í huga sér. Þær eru svona: ,,Nú sögu eg vil þér segja smá um silkigná, í fjöllunum himinhá.

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.