Syrpa - 01.12.1911, Page 18

Syrpa - 01.12.1911, Page 18
80 SYRPA ur sínum frá því, í stuttu máll, sem hann haföi dreymt um nóttina. Fyrst var Siguröur hamslaus af reiöi, en eftir því sem á drauminn leiö, var eins og vonskan breyttist í hræöslu, og seinast skifti hann svo litum, að hann var annaö veifiö föl- ur sem nár eöa rauöur sem blóö. Þorsteinn var forviöa aö sjá hvaða áhrif draumurinn hafði áfööur hans. Hann skyldi ekkert í því. Helzt hafði hann búist viö aö hann myndi að eins reiðast meira, en það varð þvert á móti. Nú var eins og hon- um rynni reiðin með öllu. Hann stóö grafkyr dálitla stund í djúpum hugsunum, svo leit hann upp og mælti við Þorstein hægt og fast, og skalf rómurinn nokkuð: ,,Er það víst og satt að þig hafi dreymt þetta í nótt?“ ,,Já, pabbi, eins satt og himininn er yfir okkur“. Og heldurðu ekki að þetta sé bara vitleysa,— tóm markleysa.— Held- urðu það ekki Steini?“ ,,Það má guð vita! En eg hefi engan frið fyrir draumnum. ffann stendur mér altaf fyrir hugskots- sjónum eins og dauðinn sjálfur. — Eg er svo hræddurumaumingjaSiggu“. ,,Siggu! Jú, hræddur um Siggu! Þú ætlar að gjöra mig vitlausan strákur“, mælti Sigurður óþíður, og sýndist Þorsteini sem liann færi strax að safna fyrir nýrri reiði og gremjukulda, þegar hann heyrði nafn hennar nefnt. Finst þér það að ástæðulausu?“ spurði Þorsteinn. ,,Eg skal segja þér ástæðuna og hvað það á að þýöa, drengur minn. Eg skil þig þó þér tækist að hræða mig og blekkja um litla stund. Þú bara lýgur upp drauminum til þess að yfirbuga mig. Þetta eru bara samantekin ráð ykkarSiggu,til að fá vilja ykkar framgengt. — Eg veit það er þetta og ekkert annað. — Þig hefir aldrei dreymt neitt. Það kemur hér ekkert fyrir frekar en vant er. Eg er nú búinn að vera hér 10 ár á Hömrum og hvaða slys hafa viljað til? Ekkert! Þaö er alt lýgi, alt, alt, alt! Sagan gamla og draumurinn þinn! Það má til með að vera lýgi. Eg neita því að nokkur flugufótur geti verið fyrir því. Og eg skal aldrei trúa þér framar ættarsmánin þín, ogþú skalt aldrei eiga Siggu svo lengi sem eg lifi“. Sigurður blés af bræði þegar hann hætti að tala. Hræðslan var horfin með öllu fyrir ofurvaldi reið- innar. Þorsteinn var fyrst í stað alveg forviða. Honum var borið á brýn að hann færi með svik og lygar móti föður sínum, þegar hann talaði af sinni hjartans sannfæringu. Og svo til þess að fylla ír.æli beiskjunn- ar og sárindanna sem mest, þá hót- aði faðir hans honum því, að hann skyldi aldrei fá að njóta Sigríðar. Hvílik himin-hrópandi synd.— Reið- in, sem svo sjaldan fékk y'firhönd hjá Þorsteini, og hin sárbitra sorg- gremja,toguðust á um yfirráð í huga lians og hjarta. Hann horfði fast á föður sinn með nístandi augnaráði, sem enginn hefði getað trúað að Þorsteinn ætti til, en sem hiniræstu og tryldu skapsmunir sköpuðu, og faðir hans þoldi ekki að horfa í augu hans, heldur horfði niður fyrir sig og hniklaði brýrnar. Þannig leið lítill tími unz hann tók til máls, og var auðheyrt að honum var þungt um andardráttinn:

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.