Syrpa - 01.12.1911, Qupperneq 20

Syrpa - 01.12.1911, Qupperneq 20
82 SYRPA hans og tók ofan,en húsfreyja bændi sigf með vasaklútnum — dýrindis silkiklút frá Hollandi. Þau lásu ferðabænina og faöirvorið með bless- unarorðunum hægt og stilt, en hest- arnir lötruðu með þau fót fyrir fót norður götuna. Ef til vill hafa þeir líka verið að biðja fyi ir sér á sinn hátt, en bænir dýranna eru þöglar. ,,Gu5 geíi ykkur góðar stundir“, sagði Sigurður, þegar bæninni var lokið. ,,Guð gefi þér góðar stundir", svöruðu þau feðginin. Sigurður og Þorsteinn settu upp hattana, en Ingibjörg stakk klútnum í vasa sinn. Svo létu þau hestana greikka sporið út úr túninu og hleyptu á sprett norður engjagrundirnar. En þau hægðu íljótt á sér, því þau náðu hóp af messufólki framan úr dalnum, og slógust í för með honum. Var nú farið aö tala um grasspreltuna og þurkinn.og tók Sigurður þátt í sam- talinu og sýndist vera hinn kátasti. — Þorsteinn var þögull og horfði hugsandi upp á hamrana til að vita hvort hann kæmi ekki auga á Sig- ríði og ærnar. Þegar messufólkið var koniið út á móti Illagili, sá hann hvar ærnar hlupu á hraðri ferð suður hamrana, og voru þær þá komnar rétt suður fyrir giliö, og rétt ísömu svifum sér hann að Sigríður kemur hlaupandi utan hamrana, rétt fyrir norðan Illagil, og var með naum- indum að hann eygði Trygg, sem hljóp við hlið hennar, vegna fjar- lægðarinnar. Eitt augnablik gladd- ist Þorsteinn ósegjanlega yfir því að sjá Sigríði heila á húfi, en á næstu sekúndu breyttist ánægja hans í voðalega hræðslu. Hann sá að Sig- ríöur var komin nær Illagih en svo, að hún gæti komist upp fyrir það, án þess að snúa all langan spöl til baka, en til þess voru lítil líkindi. Og bvað mundi þá veröa um hana? Hún varnú komin fasl ágilbarminn, en hægði eigi ferð sína hið minsta. Hér hlaut aðeins einn endir að verða: að hún hlypi ofan í gilið og—hrap- aði!—Þorsteini sortnaði fyrir aug- um. Hann stansaði hest sinn og hrópaði: ,,Guð minn góður! Hún Sigga brapar í IIlagil!“ Samferðafólkið, sem ekki hafði tekið eftir Sigríði, en heyrði neyðar- kall Þorsteins, stansaði hesta sína í ofboði, og hvíldu nú allra augu á sama blettinum, nema Þorsteins. Hann sá ekkert lengur. Alt var myrkur fyrir augum hans. En hann heyrði sem í leiðslu ópið og fyrir bænirnar í fólkinu: — ,, Hvílík of- dirska! — Ó, drottinn minn!— Þar misti hún fótanna! —Jesús minn góður! — Hröpuð! Hröpuð!“ — Svo heyrði hann ekkert nema suðu fyrir eyrunum, sem líktist klukna- hringing í fjarska. Hann fann til sársauka fyrir hjartanu. — Það var eins og það hætti að slá. Höfuðið hné aflaust niður á aðra öxlina. Hann snarsvimaði, og fann að hann var að falla af hestinum.—Svo vissi hann ekkert meira af sér. VII. Seint um kveldið raknaði Þor- steinn við aftur. Hvíldi hann þá í rúmi sínu og sat móðir hans yfir honum við höfðagaflinn og vætti klúta í köldu vatni, og hélt þeim að höfði hans. ,,Guði sé lof!“ sagði hún þegar hann fyrst lauk upp atigunum með fullu ráði. Þorsteinn mundi í fyrstunni ekki hvað skeð hafði. Hann fann til sár-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.