Syrpa - 01.12.1911, Page 37
LANDNÁMSSÖGUÞŒTTIR
99
mönnum haustiö og veturinn. Er
voraði sáðu þó nýlendubúar akur-
bletti sína, sem ekkert væri. í júní
lieimtaði Cameron, að Macdonell
gæfi sig honurn á vald, og kæmi
sem fangi til Montreal. Þessu neit-
aði væntanlega landstjóri. Sló þá í
bardaga,hefðuorðiðblóðsúthellingar
hefði ekki Macdonell gefist upp og
lofað að fylgja Camerom austur.
Þegar nú Macdonell var fangaður
var auðveldara að eiga við nýlendu-
búa. Margir þeirra voru samlandar
Camerons og höfðu notið gestrisni
hans um veturinn. Þeim er austur
vildu fiytja,var lofað öllu fögru,bæði
löndum og Iausum aurum. Réðust
margir til farar og er talið að nál.
140 manns hafi lagt frá Fort Doug-
glas um miðjan júní 1815. Hefir
■sjálfsagt verið tæpt hundrað eftir.
Ekki var nóg með það, að tveir
þriðju hlutar væru af fúsum vilja
fluttir austur. Þeir sem eftir voru
sættu afarkjörum. Þeir sem nú
höfðu forustu af hálfu Norðvestur-
fél. voru Skoti, Alexander McDonell
að nafni og kynblendingur frá Q’-
Appelle, er Grant hét. Hópur kyn-
blendinga undir stjórn Grants réðst
á nýlenduna, sáu menn sér ekki
annað vænna,en að láta undan síga.
Tók allur flokkurinn sig upp og
lagði af stað og settist að við Jack
River á Winnipegvatninorðanverðu.
Einir þrír menn voru eftir. Var
fyrir þeim maður, er McLeod hét.
Varðist hann í húsi sínu með einni
kanónu og sat þar um sumarið.
Meðan þessu fór fram, var á leið-
inni til Fort Douglas rnaður sá er
Robert Semple hét. Átti hann að
taka við stjórninni við Rauðá. Hann
var hermaður, en nú á eftirlaunum.
Mun hann hafa helzt tilmikið traust
haft á valdi orða sinna og ekki þekt
eða haft lag á að kynna sér, lund-
arfar og háttu kynblendinga og Ind-
íána. Þegar Semple kom til Rauð-
ár höfðu nýlendubúar þeir, sem til
Jack River flúðu snúið heim. Hafði
maður sá er Colin Robertson hét
komið vestur. Sendi Selkirk lávarð-
ur hann frá Montreal. Mætti Ro-
bertson ekki hóp þeim, er Cameron
sendi austur, en kom að nýlendunni
í rústuni. Hraðaði hann för sinni
til fundar við burtrekna nýlendubúa
og kom því til leiðar, að þeir réðust
í að setjast á jarðir sínar á ný.
Duncan Cameron sat nú í Fort
Gibraltar og hefir án efa þótt leitt
að sjá nýlenduna rísa enn á ný. Þó
var ekkert aðgert af hans hálfu um
haustið. Nýlendubúar voru liðfleiri
því innlendir flokkar höfðust við
vestar um sumarið. í október réðst
þvíSempleávirki Norðvesturfél.,tók
Cameron fanga og hafði burt kan-
ónur, sem teknar höfðu verið af ný-
lendubúum um vorið. Ekki var
Cameron haldið lengi í varðhaldn.
Var honum fengið virkið á ný. Lið--
ur nú veturinn, Hávaðinn af ný'-
lendubúum hafði farið til Pembina
um Veturinn að vanda. Alt mátti
heita með kyrð við Rauðá. Semple
sat í Fort Douglas, Cameron í Fort
Gibraltar. Er voraði þótti Semple
ómannlegt að hefna ekki á Cameron
föngun Miles Macdonells. í apríl
var á ný ráðist á Fort Gibraltar,
Cameron hneptur í fjötra ogsettur í
harðhald í Fort Douglas. Ekki
þótti álitlegt að loka hann þar inni
um langt skeið. Var afráðið að
Robertson færi með hann til York
Factory, og þaðan yrði hann sendur
til Englands. Lagði Robertson á
stað í maí.