Syrpa - 01.12.1911, Blaðsíða 40

Syrpa - 01.12.1911, Blaðsíða 40
SAGNIR NAFNKUNNRA MANNA í Bandaríkjunum UM DULARFULL FYRIRBRIGDI Aö finna á sér. (Sög-n John D. Crimmins). Eg heti aldrei haft mætur á rann- sókn dularfuilra fyrirbrigða. P'yrst er það, að eg er katólskur og kat- ólska kirkjan gefur ekki um rann- sókn slíkra hluta, og annað er hitt, að eg kæri mig ekki að hlynna að hégiljum og hjátrú. En það er trúa mín, að vissar gáfur, séu mönnum meðfæddar, t. a. m. mannglöggni er mér meðfædd og nafna minni, og hafa þær gáfur komið mér að góðu haldi oftsinnis. Einn af borg- arstjórum New York borgar, sem var sérstaklega ómannglöggur, lét mig tíðum sitja hjá sérá mannfund- um til að segja sér nöfn þeirra, sem gengu fyrir hann. Eg hefi oft og tíðum þekt mann í mannfjölda af lýsingu, s'em eghefi heyrt af honum, þó eg hati aldrei séð hann fyr, né mynd af honum. Eg hefi olt fundið á mér erindi manna við mig, áður en þeir hafa minst á það einu orði, og mér hefir sjaldan skjátlast, þegar eg hefi sagt þeim erindi þeirra í óspurðum frétt- um. Frá því eg var fjórtAn eða fimtán ára gamall, hefi eg haft þá venju að gefa vandlega gaum að því, hvernig mér yrði við að taka við nafnspjöld- um manna, og skrítið er það, en þó satt, að eg hefi oft fundið á mér hvað komumaðtir vildi mér, jafnvel þótt eg sæi hann ekki og þótt eg sæti langt í burtu frá honum. Það má kalla þetta firðarsamþel (telepaþia) eða hverju öðru nafni, sem vill. Eg hefi aldrei grenslast eftir hvernig það verður; en hitt veit eg, að eg fæ vitneskjuna. Eg vil ekki segja,að eg geti æíinlega feng- ið hana, en margsinnis hefir það komið fyrir mig, að hugsanir ann- ara hafa verið eins og opin bók fyr- ir mér. Eg kalla það að finna á sér og geri mér engar hégiljur um það. Eg held að það sé meðfædd gáfa og ekkert annað. Skygni. (Sögn IViltons Lackaye's). Eg snara æfinlega orði fyrir dul- arfull fyrirbrigði, þegar menn eru að gera gys að þeim, og það geri eg, af því aö eg man greinilega eftir merkilegum fyriiburði þess kyns,' sem kom fyrir mig. Eg var þá barn að aldri,. og of ungur til þess að það gæti verið uppgerð úr mér. Systir mín var þá nýlátin'og for- eldrar mínir voru harmþrungnir af missi sínum. Eg var of ungur til að syrgja hana, og hafði ekkert vit á, að hún væri dáin. Eg var þetta sex ára gamall. Eg vissi að hún þ. e. a. s. líkið, lá í málstofunni; foreldr- ar mínir höfðu gengið burtuogskil- ið mig þar einan eftir, og eg fór að tala við hana. Þegar þau komu aftur, varð þeim heldur en ekki hverft við að heyra hjalið í mér. Eg hélt Afram talinu, eins fyrir það þó þau kæmu inn, og skifti mér ekkert af móður rninni, þó hún talaði til mín, svo henni varð dauðbilt við,og þau litu hvort til annars, foreldrar mínir. Móðir mín yrti á mig aftur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.