Syrpa - 01.12.1911, Page 42

Syrpa - 01.12.1911, Page 42
104 SYRPA til stafnsformannsins til aðfáað vita hvað maðurinn væri að gera upp í reiðanum og var látinn vita aftur i staðinn,að skipverjar væri allir niðri á þilfari. Þó stóð maðurinn þarna á ránni greinilega í tunglsljósinu. Fyrir- maðurinn kallaði til hans, en hann anzaði ekki. Fyrirmaður skipaði þá manni upp í reiðann að segja honum, hver sem hann væri, að koma niður og gera grein fyrir sér aftur á þiljum. Skipverjum var ekki farið að iít- ast á blikuna og biðu með öndina í hálsinum hverju fram yndi. í sömu svipan og maðurinn komst upp í framsiglukörfuna, hvarf hinn alt í einu af ránni, eins og hann hefði stungið sér fyrir borð. Verðir á skipinu voru taldir, og engan vant- aði. Eftir þetta var ekki að tala um að taka á sig náðir. Skipverjar þyrftust saman í hópa og gláptu upp á seglið lil að vita hvort inað- urinn kæmi aftur, hávaðinn af þeim var ær af. hræðslu og allir þóttust þeir vita, að einhver voði lægi fyrir skipinu. Næstu nótt voru seglin aftur hefl- uð um það leiti, sein tungl horfði eins við skipi og nóttina fyrir, en horfi skipsins var breytt örlítið fá- einum sinnum. Þá kom maðurinn aftur á rána og stóð þar alveg eins og áður. Þar kom ráðningin, Skuggi af einu smá-segli á stórsiglunni gerði mann- inn á ránni. Önnur mjög skrítin og frásagna- verð fyrirbrigði komu fyrir á öðru af skipum vorum. Það var á sigl- ingu í Miðjarðarhafinu, um miðja, nótt, mörg hundruð rnílur undan landi, þá er alt var kyrt og hljótt á þiljum uppi, að klukknahljómur heyrðist greinilega og varaði nokkr- ar mínútur. Skipverjum þóttihljóm- urinn líkastur útfararhringingu og þóttust þeir vita að einhver væri feigur innanborðs. Það var með herkjum að þeir fengust til að fara ofan til að taka á sig náðir og hafa hljótt um sig. Næsta dag fór sag- an um þennan fyrirburð um altskip- ið bæði milli háseta og fyrirmanna. Hann gleymdist þó sumumumdag- inn, en um kvöldið heyrðist hljómur- inn aftur hér um bil í sama mund og kvöldinu fyrir og öll skipshöfnin þusti upp á þilfar og hlustaði í stein þögn á hljóminn, frá sér numin af undran. Fyrirmenniinir voru mjög forviða á þessum l^ynlega hljóm, og margar getgátur voru um það, hvað hon- um ylli. Þriðja kvöldið voru allir á þiljum uppi, skipstjóri, fyrirmenn og hásetar. Þeir ætluðu sérað reka sig úr skugga um uppha þessa fyrirbrigðis, ef hægt væri. Klukknahljómurinn kom á sínum vanalega tíma, og skipstjóri og fyrirmenn hófu leit að' orsök- inni og stóð ekki á löngu að leysing gátunnar var fundin. Eldaskáli skipsins var undir porti skips klukk- ar, hér um bil 20 fet til klukkunnar. Þegar eldar voru slöktir kl. 9 á kvöldin, þá kólnaði málmurinn í eldaskálanum og dró sig saman, og kauraði í honum af samdrættinum, þegar kælingin var á vissu stigi. Kaurið svaraði til tóna einhverra í klukkunni og teygði endurhljóm úr henni. Með það fóru skipverjar til svefns, en margir hristu höfuðið og spáðu að einhver mundi kenna á því. En spár þeirra sönnuðust ekki, það eg til veit. Feigðarboði. (Sögn Williams Hodge). Eg man greinilega atburð, sem kom fyrir mig fyrir fáum árum á söngæfingu hjá Helen Bertram. Æfingin var ekki leiðinleg, og eg get eklci kent leiðindum eða þreytu um það, hvernig eg varð. Það var síðdegis kl. 3, að eg réð mér ekki fyrir ólund alt í einu. Það var verið að syngja: ,,When the Corn is Waving, Annie Dear“. Grát setti að mér,g r á t, svo eg gat ekly sung-

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.