Syrpa - 01.12.1911, Page 49

Syrpa - 01.12.1911, Page 49
KVEÐIÐ VIÐ BARN. Við bæinn vertu heima. hér og hættu þér ekki’-að sænum, og undu’ ei þar, sem að enginn sér, átt aldrei, þegar að skyggja fer, að leika þér langt frá bænum! Og ekki’ er betra upp við fjöll, —þau orð mín skaltu’ ekki tvíla—: í hamraberginu búa tröll, og björgin — þau geta klofnað öll; í urðunum er hún Grýla! Og hættu þér aldrei, ungur sveinn! til álfanna frammi’ í hólum; við byrgið þarna er bærinn einn, þó bærinn sýnist þér tómur steinn, en þar er stofa — með stólum. En gleð þig hér við gull þín öll — við gimburskeljarnar: — kindur, svo enginn taki þig upp við ijöll, og aldrei saki þig bylgjuföll né bani þér boli hyrndur. — Nú skyggir ótt, og dagur dvín, og dauft er þá langt frá bænum. En hér er ljós, sem í hjarta skín, því heima situr hún móðir þín, hún vakir hjá smádreng vænum. — í fjallahvömmum, fram við sjá, er fagurt, og margt að skoða á æskustundum, við æginn blá, og ofar benda þar fjöllin há í rökkri’ eða morgunroða. .L. Th.

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.